Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Könnunin Áttu allar bækurnar (0 álit)

í Harry Potter fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Já auðvitað! Átta bækur í allt! Samt á ég ekki nýjustu bókina :P

Hroðagerði og Fönixreglan (21 álit)

í Harry Potter fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Ég var að átta mig á einu. Dumbledore heitinn var vörður leyndarmálsins fyrir Fönixregluna um hvar höfuðstöðvarnar eru. Hvað gerist þegar vörðurinn deyr? Ég varð svolítið skelkuð fyrst þegar mér datt þetta í hug og sá fyrir mér heilan dráparaher ráðast inn en svo sá ég (ég var að kíkja í 5. bókina) að pabbi og mamma Siriusar höfðu sett öll hugsanleg varnar- og feluálög á húsið. Svo þegar það var gert að höfuðstöðvum Reglunnar bætti Dumbledore sínum við. Þannig að Hroðagerði er bæði vel varið...

Titlar korka (7 álit)

í Harry Potter fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Mig langar að biðja ykkur sem hafa lesið 6. bókina að gæta sín á titlunum sem þið setjið á korkana, þeir geta líka verið spoilerar! Þó svo þeir segi ekki mikið þá segja þeir oft sitt. Takk fyrir.

málaskólar (5 álit)

í Hugi fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Vitið þið hvar ég get nálgast góða málaskóla? Í gegnum eitthvað annað en Stúdentaferðir?

Könnunin - spurnar á ensku eða íslensku (24 álit)

í Harry Potter fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Mér finnst munurinn aðallega felast í því að í útlöndum er meira um eldri spunahöfunda. Hér á huga (eini staðurinn sem ég les íslenska spuna) eru aðallega unglingar. Erlendu spunarnir eru jafnvel eftir fullorðið fólk og það breytir svo miklu. Mér finnst svo gaman að sjá hvernig unglingar skrifa. Maður fær annars aldrei tækifæri til þess!

Hversu mikill HP brjálæingur ertu? Krossapróf (31 álit)

í Harry Potter fyrir 20 árum
Samkvæmt þessu er ég ekki nema 34% obsessed with Harry Potter. Hvað um ykkur? http://www.fuuko.com/hpquiz.html

Enn ein tilgátan um 6. bókina (6 álit)

í Harry Potter fyrir 20 árum, 1 mánuði
Það sem gerist í sjöttu bókinni mun að einhverju leyti tengjast því sem gerðist í bók nr.2. Mitt persónulega álit er það að slöngutunga Harrys eigi eitthvað eftir að koma við sögu. Hitt sem ég var að uppgötva um daginn er að við vitum líka að fimmta bókin endaði á því að Ginny (sú sem lenti illa í því í nr.2) byrjaði með Dean (þeim sem átti að fá sína sögu birta í nr.2). Ætli það sé tilviljun? Er Dean ekki bara prinsinn?

Vissi það einhver fyrirfram? (13 álit)

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Fyrir útgáfu Fönixreglunnar gengu sögur um það að einhver myndi deyja í henni og aðdáendur út um allan heim reyndu að giska á hver það yrði. Ég var auðvitað ein af þeim en bara upp á grín þar sem ég hafði ekki minnstu hugmynd um hver það gæti orðið, ég kom með ýmsar uppástungur en meinti engar af þeim. Það var ekki fyrr en dag einn um sumar að ég var að skúra í rólegheitum, komin eitthvað á leið með lestur fimmtu bókarinnar að ég fékk hugljómun. Ég var ekki einu sinni að hugsa um Harry...

Könnunin Uppáhalds persónan (2 álit)

í Harry Potter fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Á þetta ekki að vera Hver er uppáhalds AÐAL persónan þín? Því að mínar uppáhaldspersónur eru ekki meðal þessarra þriggja aðal. Og ég get ekki gert upp á milli þeirra (það er of langt síðan ég las bækurnar að ég er orðin of rugluð af áhugaspunum, fór til dæmis að líka mjög vel við hann Percy Weasley!)

Könnunin (2 álit)

í Harry Potter fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Ég sé að flestir lesa oftast álitin, en næst flestir bara stundum. Af hverju bara stundum? stundum koma svör við spurningum í álitunum. Ég sendi þessa könnun inn þegar ég var búin að lesa öll viðbrögðin við greininni minni um Sirius, af því að það stóð það sama í hverju einu og einasta áliti. :/ Það fannst mér frekar asnalegt og varð til þess að ég fékk engin alvöru svör, bara sömu árásirnar aftur og aftur.

Írska myndin (0 álit)

í Sjónvarpsefni fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Sáuð þið írsku myndina sem var í sjónvarpinu í fyrrakvöld, ef ég man rétt? Um strákinn sem var, ja, geðveikur. Hún var alveg hreint ótrúleg.

Er hægt að breyta áhugamálalistunum? (3 álit)

í Hugi fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Er hægt að breyta áhugamálunum sínum? Ef svo er, hvernig er það gert? Áhugamálin sem eru skráð mín eru að miklu leyti vitleysa og ég hefði ekkert á móti því að breyta honum. <br><br><a href=“mailto:saga_aesa@hotmail.com”>saga_aesa@hotmail.com</a> Flýttu þér hægt.

Á sama tíma (1 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Á sama tíma „Viltu færa þig frá?“ Konan leit pirruð upp á piltinn sem hékk í kring um hana og gretti sig. Honum leiddist, hann hafði verið í tölvunni en nennti því ekki lengur og vissi ekki hvað hann ætti að gera. Einu vinir hans sem hann nennti að tala við núna voru annað hvort uppi í sveit eða úti í útlöndum og honum datt ekki einu sinni í hug að taka upp bók, svo að hann vafraði bara í kring um mömmu sína og var fyrir. Hann hlunkaðist niður í stól við beiðninni en hélt áfram að stara á...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok