Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Smásögukeppni - Tvö stutt bréf (11 álit)

í Harry Potter fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Ég lofaði sumum sögu. Hér er hún. Óstytt. Fred lamdi á hurðina sem hafði lokast á eftir honum og hrópaði að dyrnar skyldu opnaðar og honum hleypt út. Hann hafði tekið upp á því að lemja og hrópa þegar það dugði ekki að kalla eða banka. En handan hurðarinnar barst ekki eitt einasta hljóð. Hans megin heyrðist hins vegar bæði hviss og hvæs. Fred snéri sér snöggt við til þess að líta í gul augu erkifjanda síns og hvæsti á móti. Haltu þér saman ófétið þitt! sagði hann og lét sig síga niður á...

Vondu kallarnir og örlög þeirra (23 álit)

í Harry Potter fyrir 19 árum
Mig langar aðeins að fjalla um örlög vondu kallanna í bókunum en ég hef tekið eftir því að þau eru sjaldnast fögur. Verið róleg, ég nefni ekkert úr nýjustu bókinni. Fyrst ber að nefna Quirrel kallinn, sem engan grunaði. Voldemort hafði tekið sér bólstað aftan á hnakkanum á honum svo að í raun voru tveir vondir kallar í fyrstu bókinni. Það fór þó ekki alveg eins fyrir þeim manni í bíómyndinni eins og í bókinni en í myndinni var hann myrtur af hinum ellefu ára snáða Harry Potter þegar sá yngri...

Vondur eða góður? Hin ævarandi spurning *SPOILER* (55 álit)

í Harry Potter fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Það er mikið búið að fjalla um það hvort að Snape sé vondur eða ekki. Ég tel hann ennþá góðan. Hann gerði það sem hann gerði af því að hann var eiðsvarinn. En af hverju sór hann eiðinn? Líklega af því að það hefði verið sviksamlegt að segja nei. Og hvernig á manni að detta í hug að það sé hægt að myrða Dumbledore? Hm? Hann á að vera mesti galdramaður í heimi! Snape á ekki séns í hann! Nema þegar hann er mjög veikburða af eitri. Það hefði semsagt ekki átt að skipta neinu máli þótt hann sverði...

HP&augun, 12 - 14 kapítuli (10 álit)

í Harry Potter fyrir 20 árum
Hér eru kaflarnir þrír sem voru á Áhugaspunakubbnum. Í ellefta kafla sá Harrry stóra svarta hundinn (Snata/Síríus) aftur, dreymdi annan stórundarlegan draum og kaflinn endaði á því að Ron fór veikur í rúmið. Annars getið þið lika lesið þetta allt saman á kasmírsíðunni minni með lagfæringum. Öllu stússinu í kring um Dumbledore er til dæmis sleppt og í staðin er smá aukaefni sem aldrei birtist á huga. Tólfti kapítuli Út loksins út! Næsti tími var ummyndun hjá McGonagall og hann leið án...

HP& augun 15 - Skytturnar þrjár verða fjórar (23 álit)

í Harry Potter fyrir 20 árum
Hér er næsti kapítuli, ég veit ég sagðist ætla senda inn fyrr en ég er greinilega of óútreiknanleg fyrir sjálfa mig. Treystið engu sem höfundur segir um þessa sögu. Fimmtándi kapítuli Skytturnar þrjár verða fjórar Harry og Hermione sátu við borð í setustofunni og voru að glósa kafla í Válegar verur og varnir gegn þeim, sem fröken Norm hafði sett fyrir. Ron hafði verið eirðarlaus og sagðist ætla að fara að æfa sig í gæslunni en gleymdi svo Quidditchbúningnum sínum uppi í herbergi. Andlitið,...

Kenning um hver Hálfblóðungsprinsinn (the half blood prince) er (50 álit)

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ok, hér er klikkuð tilgáta (áhrif frá fullu tungli?) Half Blood merkir í raun það sama og mudblood, eða það að vera ekki hreinræktaður. Það er bara ekki eins ljótt. Það gæti þýtt að þessi prins sé ekki hreinræktaður galdramaður. Rowling hefur sagt að þessi prins sé hvorki Harry né Voldemort svo að við getum strikað þá út af listanum. En hvað ef prinsinn er ekki galdramaður? Mín kenning er sú (ekki halda að ég trúi þessu í alvörunni en það er gaman að pæla í þessu) að prinsinn sé þveröfugt...

The Darkest of Nights (7 álit)

í Harry Potter fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Hér er saga sem ég byrjaði á fyrir nákvæmlega þremur árum síðan en lauk ekki við fyrr en um það leyti sem 5. bókin kom loks út. Ég lagði mikla vinnu í þessa sögu, þótt ég hafi nú ekki skrifað samfellt í þessi þrjú ár, og það kom ýmislegt í ljós, sem ekki er augljóst við fyrsta, annan eða jafnvel 3. lestur bókanna og það reyndist erfitt að raða bitum púsluspilsins saman. En það sem kom í ljós varð til þess að ég skrifaði seinna meir grein sem kallast Sirius Black er vondur maður, grein sem...

Rómans (3 álit)

í Smásögur fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Ungt par situr og horfir yfir vatnið þar sem sólsetrið speglast rauðgullið í léttum gárunum og þar sem fuglar sitja sem svartir skuggar og teygja úr vængjunum. Pilturinn og stúlkan kyssast innilega og loftið er titrar af rómantík. Þau líta yfir vatnið og brosa. Hans lítur aftur á Ylfu og horfir á hana í smá stund áður en hún lítur við. Þá tekur hann laust um höku hennar og horfir í augun á henni um stund. Og svo: - Ylfa. - Já? - Hefurðu verið með öðrum strákum? Ylfa verður hvumsa, hún bjóst...

Harry Potter & augun 11.kapítuli Óræðar draumfarir (17 álit)

í Harry Potter fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Ég hef margt að segja um þennan, sem og komandi, kapítula. Ég skrifaði hann og Tzipporah var svo væn að fara yfir hann. :) Svo áttaði ég mig á því, að það vantaði stórt atriði svo ég bætti því við. (Sá hluti er óyfirfarinn.) En þá var hann orðinn svo fáránlega langur að ég varð að klippa hann aftur. Útkoman er sem sagt tveir blandaðir kaflar og hér er annar þeirra. Vonandi er útkoman í lagi. Svo vil ég tilkynna það, að mér hefur verið boðinn aðgangur að áhugaspunakubbnum og að þið tryggu...

Sirius Black er vondur maður (91 álit)

í Harry Potter fyrir 20 árum, 7 mánuðum
„Ef þú vilt komast að innræti einhvers, veittu því þá athygli hvernig hann kemur fram við undirmenn sína, en ekki jafningja.“ (Sirius Black, Eldbikarinn, bls. 394) Byrjum á að taka dæmi um hvernig Sirius kemur fram við undirmann sinn Kreacher. Á blaðsíðu 98 í Fönixreglunni segir hann eftirfarandi við húsálfinn: „Ef þú heldur þessu tuði áfram gæti ég hæglega orðið morðingi!“ Ekki beint fallegt, eða heilbrigt. Sirius Black fór afar illa með húsálfinn Kreacher, baktalaði hann, úthúðaði hann,...

Harry Potter og augun 10.kapítuli Skuggar&rendur (6 álit)

í Harry Potter fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Síðast: Harry og Neville fóru á fund Dumbledores sem Lupin mætti líka á. Þeir skýrðu frá draumnum og Dumbledore sagði þeim að hafa engar áhyggjur af þessu. Tíundi kapítuli Skuggar og rendur Vikan var fljót að líða. Tímarnir gengu vel fyrir sig, meira að segja varnir gegn myrku öflunum, nú eftir að fröken Norm vissi hvað hún ætlaði að kenna þeim. Harry varð þægilega hissa þegar hann komst að raun um að hún var ekki eins óþolandi og hún hafði virðst vera við fyrstu kynni. Hún var áfram frekar...

9.kapítuli A - Til fundar við skólastjóra (5 álit)

í Harry Potter fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Svona fer fyrir köflum sem áttu aldrei að vera með en troða sér svo samt inn í söguna: þeir eru klipptir í tvo misskemmtilega hluta, af því að þeir verða of langdregnir og leiðinlegir fyrir vikið. Boðflennur X( Ég vona bara að sagan gangi samt vel áfram. Níundi kapítuli A Til fundar við skólastjóra Harry og Neville gengu hröðum skrefum í átt að skrifstofu Dumbledores. Harry var með dálítið þungan hjartslátt og gat ekki annað en velt því fyrir sér hvað Dumbledore hefði að segja. Þegar þeir...

Harry Potter og augun, áttundi kapítuli - Tengslin (12 álit)

í Harry Potter fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Vá, hvað sagan breytist þegar hún er skrifuð! Ég lofaði sjálfri mér að ég myndi aldrei biðjast afsökunar á því að kaflarnir væru lélegir eða benda á nokkuð sem mér finndist ekki nægilega gott í þeim, heldur láta ykkur dæma algerlega. (ég vil ss fá dóma og leiðbeiningar) En það er samt eitt sem ég eiginlega neyðist til þess að benda ykkur á: Eins og ég sagði áðan breytist margt þegar ég skrifa, áherslurnar breytast soldið. Þegar ég var á mínum fyrstu árum í grunnskóla var mér kennt að skrifa...

Harry Potter og augun 7. kapítuli - Nýji kennarinn (14 álit)

í Harry Potter fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Ég er að hugsa um að gera smá breytingar á vinnulaginu hjá mér. 1. Þar sem ég þarf að berjast við það í hvert sinn, að gera kaflann nógu stuttan, (vitið þið um íslenskar síður fyrir langa áhugaspuna?) þá er ég að hugsa um að skrifa langa kafla en skipta þeim svo og senda bara þá hálfa inn á huga. Ég veit ekki hvernig þetta mun hafa áhrif á það sem ég sendi inn. Vonandi bara til góðs, ef eitthvað. 2. Ég ætla að taka upp þann ágæta sið að minna á það sem gerðist í síðasta kapítula. Svona...

Harry Potter og augun - 6. kapítuli - Veislan (11 álit)

í Harry Potter fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Laufey Needle er 4. árs Slytherinnemi sem okkar menn hittu um borð í Hogwartslestinni. Hún er með ljóst liðað hár og stór himinbláaugu og frekar hress, þrátt fyrir feimni. Í lok síðasta kapítula var Draco mættur á sinn árlega fund við Harry í lestinni og hnussaði þegar hann sá Laufeyju. Maggi87 benti mér á smáskissu sem ég gerði, ef Harry ætlar að verða skyggnir þá þarf hann líklega að halda áfram í töfradrykkjum. Ég mundi eftir því þegar þú minntir mig á það, svo ég skal laga það. Eða...

Harry Potter og augun, 5. kapítuli - Þrír SPOILER (9 álit)

í Harry Potter fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Fimmti kapítulinn í þessari ritröð. Dæmið söguna svo ég læri af því, segið hvað ykkur finnst gott og hvers vegna það höfðar til ykkar, sem og bendið mér á það sem betur mætti fara. Fimmti kapítuli Þrír Harry, Ron, Hermione og Laufey Needle smjöttuðu á fjöldabragðabaunum og töluðu um skólann. Laufey hafði verið dugleg að spyrja þau öll spjörunum úr, sérstaklega um Harry, sem honum fannst dálítið óþægilegt og var því feginn nýju umræðuefni. „Hvernig haldiði að nýji kennarinn í vörnum gegn...

6.árs áhugaspuni - HP & augun - 4. kapítuli (6 álit)

í Harry Potter fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Fyrirgefið biðina en ég lenti í vandræðum með söguþráðinn. Ég komst að því að hann gekk ekki upp og varð að hugsa upp nýjan. Ég bjargaði sögunni frá glötun en ekki búast við of miklu af mér. Þetta er líka ástæðan fyrir nafnastressinu, hún verður nú að heita eitthvað sagan og helst í sambandi við söguþráðinn. Svo að ég ákvað að héðan í frá mun ekki lengur standa 6. árs áhugaspuni, heldur Harry Potter og augun. Gjöðið þið svo vel: Fjórði kapítuli Ljósir lokkar Harry og Hermione gengu inn í...

6. árs áhugasp. SPOILER - 3. kapítuli (10 álit)

í Harry Potter fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Allar góðar bækur eru fullar af óþarfa fyrir söguþráðinn. Og viti menn, mér tókst að skrifa heilan kafla um ekki neitt. Það er alls ekki erfitt! Þetta bara kom algerlega áreynslulaust svo ég ákvað að hafa hann bara með. Þetta er næstum aukakafli í augnablikinu… En nú þarf ég smá hljálp frá ykkur, lesendur góðir, getið þið sagt mér á hvaða ári Quidditchstelpurnar voru? Angelina Johnson, Alicia Spinnet og Katie Bell. Og svo (ég hef bara lesið fimmtu bókina einu sinni svo ég man ekki allt úr...

6. árs áhugaspuni SPOILER - Á Leka seiðpottinum (11 álit)

í Harry Potter fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Já, hér er komið framhald. Sagan hefur tekið stakkaskiptum og er allt öðruvísi en hún átti að verða í upphafi. Öll plön farin í súginn. Samt er ég ekki komin lengra en á annan kafla, hvernig ætli fari fyrir sögunni?? Svo þarf ég að velja nafn, hvað er við hæfi? Annar kapítuli Á Leka seiðpottinum Harry sat aftast í Riddaravagninum með heitt súkkulaði í höndunum. Ökutækið hristist og kipptist til með látum og súkkulaðið slettist til í bollanum en ekkert fór útfyrir. Bollinn var búinn þeirri...

6. árs áhugaspuni með SPOILER - NEI (17 álit)

í Harry Potter fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Þetta er svolítið langdregið fyrir suma en sögur eru oft langdregnar í upphafi so bear with me. Gefið mér endilega komment, til þess er þetta, er það ekki? :) En ef þið viljið setja út á söguna (söguþráðinn, hvernig hún er skrifuð, etc) þá vil ég fá útskýringar. Ekki bara “þetta sökkar”, það særir bara og ég læri ekkert af því. Og eitt enn, mig langar að vita hvað ykkur finnst að ætti að gerast, eða langar til að sjá gerast í framhaldinu, svo að þið skuluð endilega senda mér hugskeyti, ok?...

Stella LeCiel - áhugaspuni á ensku (8 álit)

í Harry Potter fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Saga Viktorsorra fékk mig til að reyna enn einu sinni að senda þessa sögu inn, þótt hún sé á ensku. Henni hefur ekki verið hafnað, hún hefur bara ekki borist alla leið. Hún gerist um sumarið eftir fjórða ár Harrys. Afsakið enskuna. Stella LeCiel Harry was bored. Hedwig was out on a journey and he had already read and reread all his spellbooks a million times, his homework was done and checked. He couldn't leave his room because some Mrs. Drag (some owner of a mechanicstore who was likely to...

Afgreiðslumaðurinn (6 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Afgreiðslumaðurinn „Þekki ég þig?“ Maðurinn við afgreiðsluborðið gnæfði yfir stúlkuna sem starði á hann með hálf opinn munninn og hendurnar á afgreiðsluborðinu. „Hvað viltu?“ Hann var orðin pirraður en stúlkan stóð bara og starði. Hann leit í kringum sig, enginn annar var í búðinni. „Ætlar þú að fá eitthvað? Ef ekki, viltu þá vera svo væn að fara?“ Þetta var nær skipun en beiðni. Stúlkan lokaði munninum, færði hendurnar af borðinu og tók eitt skref aftur á bak. Maðurinn virti hana fyrir sér;...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok