Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Draco hjá skraddaranum (5 álit)

í Harry Potter fyrir 18 árum
Ég vona að þetta komi almennilega út. Ég þurfti að minnka myndina og hún varð svolítið óskýr við það. Þetta er mynd sem ég teiknaði 2001 af hinum ellefu ára gamla Draco Malfoy í þeirri stöðu sem hann var í þegar þeir Harry hittust fyrst. Þá var verið að mæla hann svo hann fengi nú skólabúning sem passaði. Fötin sem hann er í eru óvenjuleg af því að ég ímyndaði mér að galdramenn gengu ekki í kyrtlum og skikkjum dags daglega en við vitum að þeir klæða sig ekki eins og Muggar. Svo má ekki...

Aesa í frí (2 álit)

í Harry Potter fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Ég fer í fríið núna á sunnudaginn. Sé ykkur eftir þrjár vikur!

Smásögukeppni - Tvö stutt bréf (11 álit)

í Harry Potter fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Ég lofaði sumum sögu. Hér er hún. Óstytt. Fred lamdi á hurðina sem hafði lokast á eftir honum og hrópaði að dyrnar skyldu opnaðar og honum hleypt út. Hann hafði tekið upp á því að lemja og hrópa þegar það dugði ekki að kalla eða banka. En handan hurðarinnar barst ekki eitt einasta hljóð. Hans megin heyrðist hins vegar bæði hviss og hvæs. Fred snéri sér snöggt við til þess að líta í gul augu erkifjanda síns og hvæsti á móti. Haltu þér saman ófétið þitt! sagði hann og lét sig síga niður á...

Myndir og höfundarréttur (15 álit)

í Harry Potter fyrir 19 árum
Frá og með deginum í dag verða innsendar myndir að vera merktar þeim sem teiknuðu/máluðu þær og slóðin verður að fylgja. Þetta er gert í samræmi við landslög (sjá http://www.althingi.is/lagas/126a/1972073.html) en þar segir meðal annars 3. gr. Höfundur hefur einkarétt til að gera eintök af verki sínu og til að birta það í upphaflegri mynd eða breyttri, í þýðingu og öðrum aðlögunum. 4. gr. Skylt er, eftir því sem við getur átt, að geta nafns höfundar bæði á eintökum verks og þegar það er...

Vondu kallarnir og örlög þeirra (23 álit)

í Harry Potter fyrir 19 árum
Mig langar aðeins að fjalla um örlög vondu kallanna í bókunum en ég hef tekið eftir því að þau eru sjaldnast fögur. Verið róleg, ég nefni ekkert úr nýjustu bókinni. Fyrst ber að nefna Quirrel kallinn, sem engan grunaði. Voldemort hafði tekið sér bólstað aftan á hnakkanum á honum svo að í raun voru tveir vondir kallar í fyrstu bókinni. Það fór þó ekki alveg eins fyrir þeim manni í bíómyndinni eins og í bókinni en í myndinni var hann myrtur af hinum ellefu ára snáða Harry Potter þegar sá yngri...

Aesa leggst i dvala (3 álit)

í Harry Potter fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Netadgangur minn verdur takmarkadur framyfir jol og eg get tvi ekki sinnt skyldum minum sem best. Eg reyni to ad koma og kikja vid einstaka sinnum.

Könnunin Áttu allar bækurnar (0 álit)

í Harry Potter fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Já auðvitað! Átta bækur í allt! Samt á ég ekki nýjustu bókina :P

Vondur eða góður? Hin ævarandi spurning *SPOILER* (55 álit)

í Harry Potter fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Það er mikið búið að fjalla um það hvort að Snape sé vondur eða ekki. Ég tel hann ennþá góðan. Hann gerði það sem hann gerði af því að hann var eiðsvarinn. En af hverju sór hann eiðinn? Líklega af því að það hefði verið sviksamlegt að segja nei. Og hvernig á manni að detta í hug að það sé hægt að myrða Dumbledore? Hm? Hann á að vera mesti galdramaður í heimi! Snape á ekki séns í hann! Nema þegar hann er mjög veikburða af eitri. Það hefði semsagt ekki átt að skipta neinu máli þótt hann sverði...

Hroðagerði og Fönixreglan (21 álit)

í Harry Potter fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Ég var að átta mig á einu. Dumbledore heitinn var vörður leyndarmálsins fyrir Fönixregluna um hvar höfuðstöðvarnar eru. Hvað gerist þegar vörðurinn deyr? Ég varð svolítið skelkuð fyrst þegar mér datt þetta í hug og sá fyrir mér heilan dráparaher ráðast inn en svo sá ég (ég var að kíkja í 5. bókina) að pabbi og mamma Siriusar höfðu sett öll hugsanleg varnar- og feluálög á húsið. Svo þegar það var gert að höfuðstöðvum Reglunnar bætti Dumbledore sínum við. Þannig að Hroðagerði er bæði vel varið...

Af hverju vildi Dobby ekki hærri laun? (6 álit)

í Harry Potter fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Ég var að velta því fyrir mér afhverju Dobbie afneitaði að fá mikið betri laun en hann fékk hjá Dumbledore? Og veit einhver afhverju flestum húsálfum er svona illa við að fara frá húsbóndum sínum eins og t.d. Vinky? Við töluðum mikið um þetta en vorum ekki alveg sammála svo við ákváðum að leyfa ykkur bara að sjá allar hliðarnar á málinu. Hér eftirfarandi er afrit af umræðunum sem fóru fram. Mizzeeh: Dobby er spes. Mjög spes. Hann vildi frekar vinna fyrir Dumbledore sem er alltaf góður við...

Æsa í frí (7 álit)

í Harry Potter fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Ég kemst voða lítið hingað til að kíkja fyrr en í september. Aðrir stjórnendur taka við Spurt og svarað/Pældu'í Potter kubbnum á meðan. Hafið það gott í sumar, ekki skemma sjöttu bókina of mikið fyrir hvert öðru. ;) Kveðja, Æsa

Titlar korka (7 álit)

í Harry Potter fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Mig langar að biðja ykkur sem hafa lesið 6. bókina að gæta sín á titlunum sem þið setjið á korkana, þeir geta líka verið spoilerar! Þó svo þeir segi ekki mikið þá segja þeir oft sitt. Takk fyrir.

málaskólar (5 álit)

í Hugi fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Vitið þið hvar ég get nálgast góða málaskóla? Í gegnum eitthvað annað en Stúdentaferðir?

Könnunin - spurnar á ensku eða íslensku (24 álit)

í Harry Potter fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Mér finnst munurinn aðallega felast í því að í útlöndum er meira um eldri spunahöfunda. Hér á huga (eini staðurinn sem ég les íslenska spuna) eru aðallega unglingar. Erlendu spunarnir eru jafnvel eftir fullorðið fólk og það breytir svo miklu. Mér finnst svo gaman að sjá hvernig unglingar skrifa. Maður fær annars aldrei tækifæri til þess!

Ræningjakortið, hnífurinn og speglarnir. (17 álit)

í Harry Potter fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Hvar fengu Sirius, James og Lupin alla galdrahlutina sina svo sem hnífinn sem gat opnað allar hurðir, Ræningjakortið, spegillinn til að tala við sirius ofl. Voru þeir kannski bara svona færir með galdra að þeir lögðu álög á hlutina eða? Önnur spurning: Hvar fékk Sirius peninginn til að kaupa þrumufleyginn handa Harry? Sirius Black, James Potter og Remus J. Lupin voru allir þrír einstaklega klárir drengir og þeir bjuggu Ræningjakortið sjálfir til. Í Fanganum frá Azkaban segir Lupin á blaðsíðu...

6. bókin á íslensku (11 álit)

í Harry Potter fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Nú eru fimmtán dagar í að Harry Potter and the Half Blood Prince komi út í Bretlandi. Það er hinsvegar svolítið lengra í hana á íslensku. Ég hringdi í Bjart, útgefanda bókaflokksins og var sagt að bókin myndi koma í blábyrjun nóvember. Svona 3.-4.

Evans (4 álit)

í Harry Potter fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Ég hef lesið allar bækurnar, en hef aldrei lesið nafnið Evans þegar það er verið að tala um mömmu Harrys hvernig veistu að hún heitir Lily Evans? Það kemur fram í 5.bókinni þegar Harry fer “aftur í tímann” og sér föður sinn og vini hans í Hogwarts á sínum tíma. James er að stríða Snape þegar Lily kemur að honum og skipar honum að hætta þessu… Þá kallar hann hana Evans, sem er semsagt eftirnafnið hennar áður en hún giftist James og tók upp Potter nafnið.

Framburður - Crouch o.fl. (12 álit)

í Harry Potter fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Já ég hef lengi verið að velta fyrir mér hvort “Mr Crouch” Sé borið fram sem “Krjáts” eða “Grútsj” eða eitthvað þannig, hvernig er það eiginlega borið fram? Það er alltaf erfitt að reyna að lýsa því á prenti hvernig bera eigi fram útlensk orð eða nöfn, sérstaklega þegar í þeim eru hljóð sem ekki eru til í okkar ástkæra ylhýra. Í Harry Potter og eldbikarnum reynir Hermione að útskýra fyrir Viktori Krum hvernig eigi að bera nafnið hennar fram og ef ég man rétt er aðferðin sem hún notar ekkert...

Fuglinn Fönix (6 álit)

í Harry Potter fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Geta muggar séð Fönixa? Já. Fuglinn Fönix var ekki fundinn upp af Rowling heldur er til aldagömul sögn um hann bæði í rómverskri og grískri goðafræði. Algengasta sagan um Fönixfuglinn segir að það sé aðeins til einn Fönix í einu og að hver fugl lifi í 500-1000 ár. Ennfremur segir að þegar að því kemur að þessi eini fugl deyi, þá brenni hann til ösku en skilji eftir sig eitt egg og upp úr því rísi næsti fönix. Heimildir: http://visindavefur.hi.is/?id=4964 Store Nordiske Konversations Leksikon 9

Af hverju sýndi Dumbledore ekki meiri viðbrögð? (7 álit)

í Harry Potter fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Ég er að pæla fyrst að Dumbledore vissi (hélt) að Sirius væri vörður leyndarmáls James og Lily, af hverju gerði hann þá ekki neitt eða sýndi einhver viðbögð þegar Hagrid sagðist hafa fengið mótorhjólið hans lánað kvöldið sem hann sótti Harry eftir árás Voldemorts? Þessa spurningu fékk hún tonks okkar en ég tók að mér að svara henni. Vitið þó að þetta eru ekki nema getgátur einar og mínar eigin spekúleringar og langt frá því að vera heilagur sannleikur. Þótt Dumbledore hafi “vitað” að það...

Sést hefur til Siriusar Blacks í Bristol (23 álit)

í Harry Potter fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Ég var að róta til á háloftinu hjá mér og rakst þar á gamla grein og datt í huga að senda hana hingað inn. Hún er skrifuð eftir þriðja ár Harrys og co. miður júlí, 1994 Sirius Black í Bristol Dráparinn og fjöldamorðinginn ógnvænlegi Sirius Black, sem síðasta sumar tókst hið ógerlega; að að brjótast út úr Azkaban, gengur enn laus. Í gærkvöldi hringdi* Muggi í neyðarlínu* sem var sérstaklega sett upp vegna neyðarástandsins og tilkynnti að hann hefði séð til Blacks í Bristol. Þetta eru fyrstu...

Quirrel (1 álit)

í Harry Potter fyrir 20 árum
Marina teiknaði þessa mynd. Hann er bara nokkuð líkur því hvernig ég ímynda mér hann. :) Tekið af http://www.mugglenet.com/fanart/marina-quirrell.jpg

HP&augun, 12 - 14 kapítuli (10 álit)

í Harry Potter fyrir 20 árum
Hér eru kaflarnir þrír sem voru á Áhugaspunakubbnum. Í ellefta kafla sá Harrry stóra svarta hundinn (Snata/Síríus) aftur, dreymdi annan stórundarlegan draum og kaflinn endaði á því að Ron fór veikur í rúmið. Annars getið þið lika lesið þetta allt saman á kasmírsíðunni minni með lagfæringum. Öllu stússinu í kring um Dumbledore er til dæmis sleppt og í staðin er smá aukaefni sem aldrei birtist á huga. Tólfti kapítuli Út loksins út! Næsti tími var ummyndun hjá McGonagall og hann leið án...

HP& augun 15 - Skytturnar þrjár verða fjórar (23 álit)

í Harry Potter fyrir 20 árum
Hér er næsti kapítuli, ég veit ég sagðist ætla senda inn fyrr en ég er greinilega of óútreiknanleg fyrir sjálfa mig. Treystið engu sem höfundur segir um þessa sögu. Fimmtándi kapítuli Skytturnar þrjár verða fjórar Harry og Hermione sátu við borð í setustofunni og voru að glósa kafla í Válegar verur og varnir gegn þeim, sem fröken Norm hafði sett fyrir. Ron hafði verið eirðarlaus og sagðist ætla að fara að æfa sig í gæslunni en gleymdi svo Quidditchbúningnum sínum uppi í herbergi. Andlitið,...

Aldur Hogwartsskóla (38 álit)

í Harry Potter fyrir 20 árum
Hvað er Hogwartsskóli gamall? Hver er betur til þess settur að svara þessari spurningu en sögukennarinn og prófessorinn Binns? (*réttir upp hönd og leggur nafnið Hermione til* Hóst, höldum áfram…) Í annarri bókinni um Harry Potter og félaga spyr Hermione Binns prófessor um leyniklefann og þegar hann lætur tilleiðast að segja söguna segir hann frá því að fjórir mestu galdramenn og nornir þess tíma hafi stofnað skólann. Þessir stofnendur hétu, eins og mörg ykkar kannski vita, Godric...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok