Hún gekk eftir höfninni, það var svalt haustkvöld og vindurinn ýfði bæði hafið og himinn. Haustlykt, af fölnuðu laufi og kaldri mold, blandaðist við sterkan sjáfarilminn sem fyllti vitin lykt sem var hennar, lykt sem alltaf gat róað taugarnar. Hún settist niður á enda bryggjunnar. Vindurinn reif í hár hennar og þyrlaði því upp líkt og brimi aldanna eða úfnum skýjunum um leið og hann barði í andlit hennar köldum sjávargusum. Hún elskaði það, þessar stundir með hafinu og vindinum var það sem...