Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Aerie
Aerie Notandi síðan fyrir 21 árum, 1 mánuði 35 ára kvenmaður
170 stig Sambandsstaða: Ekki á lausu
Hefur áhuga á: Körlum
[quote="Elie Wiesel"]"There may be times when we are powerless to prevent injustice, but there must never be a time when we fail to Protest!."[/quote]

Re: Vandamál við að kveikja á tölvu...

í Hugi fyrir 18 árum, 6 mánuðum
er ekki sona hjá þér að ef þú ýtir á f-eitthvað takka þá ræsir hún sig í safe mode. Allavega hjá mér ef hún er leiðinleg þá virkar það. Annars veit ég ekki.

Re: löggan

í Tilveran fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Löggan má ekki leita á þér nema hafa leitarheimild og þá verður forráðamaður að vera viðstaddur ef þú ert undir lögaldri. En það kjánalega í þessu öllusaman er að ef þú segir við hana ‘obbobbobb félagi þú mátt ekki leita á mér nema hafa heimild og hún mamma gamla á að fá að vera á svæðinu’ þá gefuru honum ásætðu til að fá heimild og þá býður hann þér vinsamlegast far uppá stöð þar sem þeir redda heimild og hringja í mömmu þína Þeir mega nefnilega skella þér i klefa yfir nótt vegna gruns um...

Re: Guð

í Tilveran fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Ef hann er til þá á ég honum væntanlega líf mitt, stöðu mína í heiminum, fólkið í lífi mínu(allavega eitthvað af því) og hugsanlega einhverja eiginleika mína að þakka. En ef hann er ekki til þá hefur hann varla gert neitt fyrir mig, eða hvað?

Re: Krakka fífl!

í Tilveran fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Já :) Vonandi er bara hægt að ráðstafa þessu einhvernvegin þannig að þetta verði aftur gott. Strætó getur t.d. verið besti vinur mans þarna. Gangi ykkur vel

Re: Krakka fífl!

í Tilveran fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Veistu ég er fullkomlega sammála þér. Það þarf ekki einusinni svona alvarleg dæmi til að sjá að foreldrar ala börnin sín einfaldlega _ekki_ upp þessa dagana og börn eru orðin grimm og vond villidýr upp til hópa. Mér finnst hræðilegt það sem er að koma fyrir litlu systur þína. Táraðist við það að lesa þetta. Ég mæli með því að þið í kringum hana gerið mikið fyrir hana þar sem þetta getur haft rosaleg áhrif á hana (en ég býst nú við því að þið viti það nú svosem alveg). Ef ég á að gefa ráð þá...

Re: Piparsveinn Mánaðarins!

í Rómantík fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Eins mikið og ég reyni að vera ekki shallow og er alla jafna alls ekki grunnhyggin manneskja þá skal ég sko segja þér. Verandi stelpa ekki með bílpróf þá er mjög hentugt að eiga kærasta á bíl. Hafandi verið með strák sem var á bíl í 6 mánuði þá eiginlega (eins glatað og mér finnst að viðurkenna það) fer manni að finnast það, kannski ekki nausðyn en Mjög góður kostur!

Re: Acceptance

í Rómantík fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Þú ert magnaður. Ég fór að gráta. Synd hvað smásögu áhugamálinu hérna er illa sinnt og það eiginleg algjörlega ömurlegt. Maður fær því miður mun meira feed-back á sögurnar á öðrum áhugamálum.

Re: DANSKA

í Tilveran fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Hehe, ég er líka aðallega bara að sýna hvað ég er klár. Smá fíflagangur er fínn fyrir alla;)

Re: Eitthvað sem er ágætt að rifja upp.

í Rómantík fyrir 18 árum, 6 mánuðum
geri þetta alltaf ojæja, þakka leiðréttinguna:)

Re: Það hlýtur að vera eitthvað að mér......

í Rómantík fyrir 18 árum, 6 mánuðum
ýtti of snemma á áfram… Í versta falli vill hún ekkert og þá ertu hvorteðer að fara til Kanada og þið fáið smá tíma og þegar þú kemur til baka þá verðið þið bara góðir vinir og allt í gúddí. Annars muntu vera nagandi á þér handabökin alltof lengi yfir því hvað ef…

Re: Það hlýtur að vera eitthvað að mér......

í Rómantík fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Segðu henni bara nákvæmlega þetta. Þetta sem þú varst að skrifa.

Re: Íþróttagleraugu

í Hugi fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Hvað eru íþróttagleraugu?

Re: 06.06.06

í Tilveran fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Nei ég veit það ekki sko. Var að spurja hvort þú vissir það:P En bollasúpa er víst búin að svara því fyrir okkur :)

Re: DANSKA

í Tilveran fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Það fann enginn upp þessar beygingar. Upprunalegaleg Indóevrópska (sem skiptist síðan í málaættir nánast allra tungumála í evrópu og víða í asíu) var beygingarmál með 6 föll ef ég man rétt og allskonar flókna málfræði. Þetta er í alvörunni ekki svona flókið. Hinsvegar er íslenskukennsla hérna alveg ömurleg.

Re: DANSKA

í Tilveran fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Ekki halda í eitt augnablik að ég sé ekki sammála þér. Danska er gjörsamlega glötuð að öllu leyti. En, þar sem hún var sirka annað tungumál allra íslendinga hérna ekki alls fyrir löngu þá hefur hún haft mikil áhrif á íslenskuna og það getur hjálpað að kunna smá í dönsku. Auk þess sem það að kunna eitt norðurlandatungumál auk enskunar auðveldar manni mikið að læra önnur tungumál. Þýðir hvorteðer ekkert að nöldra yfir þessu, svona er þetta bara. Bara ná dönskunni og þá ertu ok. Annars finnst...

Re: 06.06.06

í Tilveran fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Veistu ástæðuna bakvið dagsetninguna. Semsagt afhverju þeir halda að það gerist 23.des 2011?

Re: Eitthvað sem er ágætt að rifja upp.

í Rómantík fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Vá, þetta vekur upp minningar… Þarf að fara að ryfja upp gamlar teiknimyndir.

Re: Rottuhundar

í Tilveran fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Svona pylsuhundar og líka sona chiwouva eða hvað þetta heitir þurfa stundum föt af því að þeir eru með svo stuttann feld að þeim verður auðveldlega kalt. En mér finnst sona rosa ‘outfit’ eða að troða þeim í töskur alveg fáránlegt.

Re: Hann;

í Rómantík fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Mjög flott. Finnst flott áherslan á hann alltaf. Vonin er samt verst og særir mann mest ef það er enginn grundvöllur fyrir henni.

Re: Þreytandi :/

í Rómantík fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Ef hún vill samt hitta þig, og spjalla við þig og gefur allskonar hint. Verður samt eiginlega bara að bíða rólegur og sjá til.

Re: Þreytandi :/

í Rómantík fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Hún er bara feimin.

Re: athyglissýki

í Rómantík fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Ég á það líka til að fríka bara og eipa yfir öllu og engu og ég held að það sé af nákvæmlega sömu ástæðu og þú tilgreinir. Athyglissýki, ég held meiraðsegja að hún útskýri miklu fleyra sem ég geri. Ef þú í alvöru vilt hætta að rífast verðuru að beita sjálfa þig rosalegum sjálfsaga og Virkilega í alvöru reyna að laga það. Það sem ég geri alltaf þegar það hellist yfir mig sona tilfinning og mig langar að rífast og öskra og garga þá nota ég pirringinn á sjálfa mig og segi við sjálfa mig að ég...

Re: hvað lifið er flokið...

í Rómantík fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Mér finnst ekki endilega að þú verðir að segja honum hvað gerðist en þú verður allavega að hætta þessu eða vinna úr þessu. Ef þetta gerist oftar en einusinni þá verðuru að segja og hann á eftir að vera svo eyðilagður við það að heyra það að þú mátt ekki og hefur engann rétt á að gera honum það. Þannig að það sem þú ætlar að gera er að vinna úr þessu og velja hvor það er áður en nokkuð fleyra gerist með ‘vini’ þínum.

Re: Hvað er þitt helvíti?

í Tilveran fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Minn stærsti ótti, belive it or not, er að vera grafin lifandi. Mér er alveg sama þó það séu kannski ekki miklar líkur á að það gerist jari jari… það er samt minn stærsti ótti. Það versta sem gæti komið fyrir mig, mitt helvíti, sem er þ.a.l. líka minn stærsti ótti. Það myndi vera að missa alla, alla vini mína og alla fjölskylduna mína og vera bara ein eftir.

Re: Þunglyndi

í Tilveran fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Hef verið svipuðum sporum og þeir myndi ég segja. Hef verið að skera mig og svona. Þetta er Ekkert! nema kall á hjálp og yfirlýsing á vanlíðan þeirra. Hvort sem þú hjálpar þeim í gegnum þetta og uppúr þessu með því að vera góð vinkona eða kemur þeim í hendur á fagfólki þá verðurðu að gera eitthvað. Mæli samt ekki með því að hafa samband við einhvern eða tala við foreldra þeirra nema þeir viti af því og helst með þeirra samþyki. Held þú bætir fátt með því að fara á bakvið þá/þau/þær.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok