Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Flugleiðir og samkeppninsskorturinn

í Ferðalög fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ef þú ert yngri en 25 þá áttu að geta fengið fargjald til Glasgow á undir 25 þús kalli - reyndar báðar leiðir og þetta er í boði fram í mars á næsta ári svo ég skil ekki af hverju það getur ekki hentað þér? Ef þú skoðar vefinn hjá Flugleiðum sérðu að það er ekki flogið beint til Glasgow 30/9 og 1/10 og þá er ekki skrítið að fargjaldið sé eitthvað hærra. Ég prófaði að bóka 2/10 - 12/10 og fékk fargjald upp á 28.900.-. Ég er alveg komin með ógeð á að fólk sé alltaf að úthúða Flugleiðum og oft...

Re: Flugleiðir og samkeppninsskorturinn

í Ferðalög fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Hmmm, ég fæ reynar ekki sömu niðurstöðu og þú. 1/9 - 8/9 fæ ég upp fargjald á 35.500.- og skattar 4540.-. Það er eitthvað ekki að funkera hjá þér í þessu. Hefurðu prófað vefinn þeirra? Það dynja á mér tilboð frá Flugleiðum og London er oftast þar á meðal. Gangi þér vel með farið, Aenea

Re: Hugmynd að sögu....og vantar framhald

í Smásögur fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Þetta er fín saga og maður er virkilega forvitinn um framhaldið :). Mikið vona ég að andinn komi yfir þig og að þú leyfir okkur að njóta framhaldsins. mbk, Aenea

Re: Saga af tollinum

í Deiglan fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Hvernig væri að benda manni á trikkin ;););)?

Re: Hvað er að ???

í Deiglan fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Ég geri mér alveg grein fyrir því að það er hætta á að saklausir menn séu dæmdir í kynferðisafbrotamálum en í þessu tilfelli get ég ekki séð hvernig í ósköpunum það á að vera hægt. Í fyrsta lagi er stelpan með 2 kynsjúkdóma - þeir koma ekki upp af sjálfu sér og það er harla ólíklegt að hún sé farin að stunda kynlíf 7 ára gömul og hafi smitast af einhverjum öðrum. Ok, það er séns að einhver annar hafi misnotað hana en punktur 2 er að hann viðurkennir að hafa misnotað hana með því að reyna að...

Re: Hvað er að ???

í Deiglan fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Hvað meinarðu saklaus?? Hvernig getur maður verið saklaus af að smita 7 ára gamalt barn af 2 kynsjúkdómum? Ég get ekki ímyndað mér það! Ertu kannski að meina að hún hafi virkilega átt upptökin að þessu og því hafi þetta bara verið allt í lagi? Lastu greinina?

Re: Er þetta Ísland í dag ?

í Deiglan fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Það er víst hægt að erfa skuldir foreldra. Ég veit um nokkur dæmi þess að fólk hafi þurft að borrga óheyrilegar upphæðir til ýmissa ríkis- og lánastofnana við andlát foreldra og í einu tilfellinu þurfti viðkomandi á endanum að lýsa sig gjaldþrota. Svo saga stúlkunnar er örugglega sönn. Mér finnst alveg hrikalega átakanlegt að lesa þessa sögu og verst að þó hún hafi fengið svör á femin.is, boð um hjálp, þá kemur hún örugglega ekki til með að geta nýtt sér hana. Hún sat við tölvu vinkonu...

Ofsiðferði í nútíma samfélagi

í Heimspeki fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Hvað þá með tæknifrjóvgun? Er hún þá ekki í algjöru trássi við “náttúrulega” þróun? Þar erum við að tala um 1 eða 2 manneskjur sem geta ekki fjölgað sér, skv þróunarkenningunni væru þau í rauninni “dead end” í þróun. Eða þróunaraðstoð! Er hún ekki líka að vinna á móti “náttúrulegri þróun”? Ef við lítum á þróunarkenninguna alveg “kalt” þá ættum við í rauninni ekki að fæða og klæða fólk í 3. heiminum því það hefur sýnt að það er ekki eins hæft að lifa af. Ég vil taka það fram að ég er ekki...

Re: Pæling um ex maka og stjúpforeldra.

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Nú er ég í stjúpmömmuhlutverkinu og það hefur sem betur fer gengið alveg rosalega vel hjá okkur. Við erum auðvitað ekki alltaf sammála um allt sem snýr að stjúpdóttur minni en höfum náð að leysa ágreiningsmálin tiltölulega fljótt og vel, að mínu mati alla vega. Mér finnst lykillinn að því að stjúpdóttur (ljótt orð eitthvað) minni líði vel hjá okkur vera að breyta lítið sem ekkert útaf venjum hjá okkur. Það fer líka best í hin börnin og þessar helgar eru bara mjög ljúfar og góðar. Það er...

Re: Tveggja ára dreng vikið úr leikskóla

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Það kom fram í fjölmiðlum að þetta hefur aldrei gerst hjá Leikskólum Reykjavíkur, að barn sé sagt upp vistinni. Það besta við þetta mál að mínu mati er að nú er barnið komið á annan leikskóla og þar gengur eins og í sögu!!! Mér finnst það bara hálf scary! úff vildi ekki hafa börnin mín á þessum leikskóla. kv, Aenea

Re: Að gista hjá vini/vinkonu

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Þetta er reyndar alltaf að færast niðrá við í aldri finnst mér - að krakkar vilji gista hjá hverjum öðrum og mér finnst það í rauninni bara gott mál. Þ.e.a.s ef maður þekkir foreldrana nokkuð vel - þetta gefur manni færi á að kynnast bæði vinunum og foreldrum þeirra betur og mér finnst það bara af hinu góða. NB stelpan er 3 1/2 og eins og kemur fram hér að ofan þá finnst mér hún helst til ung en ég hef sjálf verið að vinna á leikskóla og þar tíðkaðist þetta hjá mörgum á þessum aldri að fá að...

Re: Fer með sigurför um heiminn!!!!

í Tolkien fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Þú ert vonandi að grínast? Þessi mynd er sú albesta sem ég hef nokkurn tíma séð. Ég er viss um að hún á eftir að hafa þvílík áhrif á kvikmyndagerð því hún hækkar standardinn til muna. Ég gerði þau mistök að fara á Harry Potter daginn eftir, eins og ég var búin að hlakka til að sjá hana, og hún fölnaði gjörsamlega í samanburði. kv, Aenea.

Re: Að gista hjá vini/vinkonu

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Auðvitað ekki zedelic :). Ég vil taka það fram að þetta er eitthvað sem hafði ekki hvarflað að mér fyrr en þetta kom upp í saumaklúbb. Sú sem bryddaði upp á þessu er frekar paranoid og börnin hennar fá helst ekki að gista annars staðar en hjá ömmu og afa. Það kom svo á mig við þetta og því ákvað ég að sjá hvað þið hefðuð um þetta að segja og er mjög fegin að þið sjáið þetta á svipaðan hátt og ég. Þetta síðasta var nú sagt í 50/50 kaldhæðni og alvöru en maður verður bara að vona að maður...

Re: Barnajól

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Frábært að heyra :). Ég átti líka yndisleg jól með litlu fjölskyldunni minni og það stefnir í jafngóð áramót. vona að sælan haldi áfram. Áramótakveðja, Aenea

Re: hvað er hægt að gera?

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Þegar dóttir mín var svona - akkúrat milli 2 og 3ja mán - fór ég á endanum með hana til læknis. Hann vildi endilega setja hana beint á lyf en ég tók það ekki í mál - hafði slæma reynslu af lyfinu. Þá sagði hann mér að prófa að setja 1/2 skeið af graut í pelann hjá barninu eða prófa að gefa henni 1 tsk af graut á kvöldin. Hann vildi nú ekki segja að þetta væri töfralausn en sagði að þetta væri mikið stundað í USA. Þar sem hún var ekki á brjósti prófaði ég þetta með pelann og það var eins og...

Re: Að gista hjá vini/vinkonu

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Það er kannski góð regla að passa upp á að ef börnin manns gista hjá vinum sínum þá sé pabbinn ekki einn heima með börnin. Miðað við þessar tölur eru þetta í 98% tilfella karlmenn sem eru gerendur. Ég vil segja að mér finnst ömurlegt að spá í svona en ég gæti aldrei fyrirgefið sjálfri mér ef eitthvað myndi gerast vegna þess að ég væri ekki nógu vakandi. Takk GlingGló fyrir þessar upplýsingar. Kveðja, Aenea

Re: Wizard's first rule

í Bækur fyrir 23 árum
Ég fékk hana á Amazon en held að hún sé líka til í erlendu deildinni í Máli og Menningu. Ef hún er ekki til þar þá panta þeir hana fyrir þig. Happy reading :).

Re: Hörð kápa eða kilja?

í Bækur fyrir 23 árum
Ekki spurning!! Hef oft spáð í að setjast niður og skrifa eina góða sci fi eða fantasy bók en það sem aftrar mér er kannski að hafa lesið of margar slíkar. Maður ætti erfitt með að komast hjá einhvers konar eftirlíkingu ;). Mal3, ef þú skrifar sci fi bók sem vekur áhuga minn þá myndi ég kaupa hana, no doubt about it!!! Og ekki væri verra ef þetta væri kilja ;). mbk, Aenea

Re: Bækur svipaðar Harry Potter???????????

í Bækur fyrir 23 árum
Bókin gullni áttavitinn er mjög góð. Þetta er þriggja bóka sería og ég las þær allar í einum rykk (reyndar á ensku). Meira að segja mamma mín og systir höfðu jafn gaman af þeim og ég. Mæli hiklaust með þeim!!! mbk, Aenea

Re: Wheel of Time eftir Robert Jordan

í Bækur fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Er sammála því að þessar bækur eru algjör snilld. Langaði því að benda ykkur á aðra seríu sem er alls ekki síðri, Song of Ice and Fire eftir George R.R. Martin. Þær eru svoldið “dekkri” en eru mjööög góðar. Það var nú einhver á Amazon að velta því upp hvort Robert Jordan gæti verið að skrifa þær líka undir dulnefni en ég veit ekki með það. Versta við þessar seríur er biðin milli bóka. Bestu bókakveðjur, Aenea
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok