Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Að gista hjá vini/vinkonu (22 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Nú er komið upp dæmi sem ég átti ekki von á að þurfa að spá í strax. Ég á 2 börn 3 og 5 og þau eru farin að biðja um að fá að gista hjá vinum/vinkonum sínum. Þessi 3 (stelpa) er búin að suða um það í nokkrar vikur að fá að gista hjá bestu vinkonunni í leikskólanum en mér finnst þær eiginlega vera of ungar til þess. Sá 5 ára (strákur) hefur aftur á móti fengið að gista hjá vini sínum og líka hjá hálfsystur sinni og það gengið vel. Nú finnst mér ég vera svoldið ósanngjörn að leyfa einu en...

Framtíðin ákveðin :) (4 álit)

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Sonur minn (5 ára) kom heim úr leikskólanum og tilkynnti mér að hann væri skotinn í stelpu. Reyndar væri besti vinur hans líka skotinn í henni en það væri allt í lagi. Þegar þau yrðu fullorðin myndu þeir bara báðir giftast henni og ef þau eignuðust börn þá ættu börnin bara 2 pabba :). Ekkert smá líbó :). Aenea (alveg ný).

Black House - Stephen King og Peter Straub (1 álit)

í Bækur fyrir 23 árum
Þau ykkar sem lásuð The Talisman, og fíluðuð hana jafnvel og ég, ættuð að kætast núna. Jú, þeir félagar eru búnir að gefa út framhald! Þegar ég frétti þetta rauk ég til og las The Talisman aftur og verð að segja að hún var betri í seinna skiptið. Nú er ég komin með doðrantinn (Black House) í hendurnar og langar mest að loka mig inni í nokkra daga meðan ég klára hana. Jack Sawyer er orðinn fullorðinn en The Territories hafa ekki sleppt hendinni af honum - hljómar mjööög vel :). Njótið vel :).
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok