J.K. Rowling skapar heim, eins og fantasíu nema bara blandað í okkar venjulega og hefðbundna heim. Það sem heldur okkur spenntum við bækurnar og myndirnar, en þó sérstaklega bækurnar, er af þeim sökum að galdraheimurinn er eitthvað sem maður vildi óska að væri til, eitthvað sem maður vill vera blandaður inní. Rowling nær að fanga okkur í bókinni svo maður getur varla lagt hana frá sér. Það hvernig hún nær að lýsa öllum persónunum án þess að það verði of ýkt, of mikið, hvernig hún nær að lýsa...