Ég er alveg stórhneyksluð á flugleiðum. Reyndar er ég það oft yfir ýmsu hjá þeim en mér blöskrar algjörlega þegar þeir um hver jól, hækka verðið úr öllu valdi á ferðum heim frá Danmörku. Nú vita þeir (flugleiðir), að margir eru að stunda nám í Danmörku og langar að eyða jólunum heima hjá fjölskyldunni á Íslandi. Þeir gerast svo kvikindislegir að hækka verðið til að það verði enn dýrara fyrir fátæka nema að fara heim um jólin og verður til þess að sumir hafa bara einfaldlega bara ekki efni á...