Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Greenpeace, Ísland og hvalveiðar (34 álit)

í Deiglan fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Það vita líklegast allir að Greenpeace stendur núna fyrir undirskriftalista og er að reyna að fá fólk til lofa því að ferðast til Íslands ef að hvalveiðum verði hætt. Til að reyna að fá okkur til að hætta að veiða þessa örfáu hvali, halda þeir því fram að við séum að drepa ferðamannaþjónustuna með veiðunum. Ég hef ekki séð það neitt í fréttum núna að þetta hafi haft einhver áhrif (endilega leiðréttið mig ef ég ber fram rangt mál,ég fylgist nokkuð vel með fréttum en maður getur alltaf misst...

Víetnamstríðið (25 álit)

í Sagnfræði fyrir 21 árum
Víetnamstríðið var háð á árunum 1965-1975. Þegar að Víetnamar höfðu fengið sjálfstæði undan frökkum árið 1954, var landinu skipt í tvo ríki. Norður-Víetnam sem að kommúnistar stjórnuðu og hins vegar Suður-Víetnam sem hafði stjórn sem að Frakkar studdu. Hin síðarnefnda stjórn var kölluð Saigonstjórnin, eftir höfðuborg Suður-Víetnam. Hún var þekkt fyrir spillingu og var því ekki vinsæl meðal almennings. Í Suður-Víetnam voru þó hersveitir Víetkonga, (sem að voru Suður-víetnamskir kommúnismar)...

Stríðið 1812-14 milli Canada-Englands & USA (33 álit)

í Sagnfræði fyrir 21 árum
Hvaða stríð spyrja flestallir sig væntanlega að. Enda ekki furða. Það eru ekki margir sem að vita að þessu enda eru Canadamenn ekki að heilaþvo alla heimsbyggðina með “heimssögu” síns lands eins og Bandaríkin (segja öllum hvað þeir hafi nú unnið og þar eftir götunni). Árið 1812 lýstu Bandaríkjamenn yfir stríði við Englendinga og réðust á nýlendu þeirra sem að næst var þeim…Canada og í þessu stríði var m.a þjóðsöngur bandaríkjamanna samin. Canadamenn hrökktu Bandaríkjamenn alltaf í burtu og...

Útþrá - Kynning á námi, leik og starfi erlendis (0 álit)

í Ferðalög fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Þessi kynning verður í Hinu húsinu á föstudaginn og um að gera fyrir ungt fólk sem langar að ferðast eitthvað að kíkja þangað! :) Það verður margt athyglisvert að sjá og endilega að sem flestir komi. Ég læt tilkynninguna bara fylgja með… ___________________________________________ _______________________ ÚTÞRÁ AFTUR! Kynning á námi, leik og starfi erlendis fyrir ungt fólk á aldrinum 15-25 ára. Fyrir ykkur sem misstuð af okkur í febrúar og ykkur sem viljið koma aftur! Föstudaginn 3.október...

Air Canada (9 álit)

í Ferðalög fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Hæ ég hef verið að vellta því fyrir mér hvort að ekki standi til að fljúga á milli Canada og Íslands aftur? Ég var rosa glöð að heyra þetta, fyrst þegar að þetta átti að vera og bara rosalega svekkt þegar að þeir hættu við að fljúga. Ég fór til Canada í sumar í gegnum Flugleiðir og það var bara GEÐVEIKT dýrt. Síðan núna eru vinir mínir að pæla í að koma að heimsækja mig og þeim finnst þetta verð hrikalegt líka! Ef að einhver getur gefið mér upplýsingar með ódýr flug (t.d. fljúga fyrst til...

bölvað smart sms! (9 álit)

í Farsímar fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Sumir eiga kanski eftir að kvarta við þessari “grein” en þetta tengist alla vega meira símamálum heldur en sumt sem að hefur komið hérna? Ég sendi svona sms til að fá logo í símann minn og fékk alltaf til baka að það væri bilun í kerfinu og að beiðnin mín hefði ekki komist til skila og væri þar með ekki gjaldfærð! okay ég var nú fljót að komast að öðru! Ég var rukkuð fyrir allt! og ég veit ekkert hvert ég á að snúa mér til að fá þetta leiðrétt. Þetta er alveg 500 kr sem að ég var rukkuð um...

Kennarar sem sýna enga virðingu! (9 álit)

í Skóli fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Það kannast örugglega margir við það að kennarar láti skap sitt bitna á nemendum. Ég lenti í því mörgum sinnum þegar að ég var í grunnskóla enda strákarnir frekar óþekkir og með leiðinlegar athugasemdir um vaxtarlag kennarans (ef að það var kona) eða segjandi kennaranum að steinhalda kjafti þótt að hann væri að reyna að kenna. En nóg um það. Núna er ég 19 ára og komin í fjölbraut og flestir eru búnir að þroskast (bara staðreynd að sumir neita að þroskast þótt að þeir séu komnir með aldur...

Árásargirni margra Íslendinga alveg ótrúleg!!! (47 álit)

í Deiglan fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Hvað er þetta með íslenskt skemmtannalíf! Það er ekki hægt að fara niður í bæ lengur með vinum sínum án þess að eiga á hættu að vera lamin! Hvað er að verða um íslenskt skemmtannalíf!? Eða hefur þetta kannski bara alltaf verið svona? Ég fór að djamma í gær með nokkrum vinum mínum og bróður mínum og við fórum inn á Nelly's. Þar skiptumst við í nokkra hópa út um allann staðinn og ég fór niður á neðstu hæðina og var þar með einum vini mínum. Síðan dettur okkur í hug að kíkja smá út til að næla...

Að búa á Englandi (14 álit)

í Ferðalög fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Kæru lesendur! Ég hef verið ákveðin í því frá 11 ára aldri að vera ekki hér á landi eftir að fjölbrautaskóla námi lyki og stefndi hugur minn þá mest til Englands (London nánar til tekið). Mig myndi langa að fara í skóla þar og svona en vantar ýmsar upplýsingar. Getið þið hjálpað mér? Er dýrt að vera í skóla(háskóla) í Englandi (og þá meina ég miðað við hin löndin í kring). Hvar er best að búa í London og er leiga dýr? (og aftur meina ég, miðað við hér á landi og lönd í kring). Hvernig er að...

Fjölhæft fólk undir stýri!!! (16 álit)

í Deiglan fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Það er alveg ótrúlegt hvað fólk getur verið kærulaust í umferðinni. Ég var að fara inn í hringtorg í gær, var að fara frá norðri til suðurs og var komin inn í það þegar að kona kom frá hægri og ætlaði að fara inn í hringtogið. Nema hvað hún hægir ekkert á sér og svo virðist sem hún fatti ekki að hún á ekki réttinn, því að ég er komin inní hringtorgið, hún hægir á sér, en ekkert meira en það þ.a. ég gef bara í til að sleppa við árekstur Vinkona mín sat við hliða á mér og var búin að búa sig...

Samræmd próf í framhaldskólum eru kjaftæði!!! (38 álit)

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Jæja ég veit að það er eitthvað búið að vera að skrifa um þetta efni en það er kannski frekar samræmd próf í grunnskólum sem að þá er verið að fjalla um. Mig langar að tala um hin væntanlegu samræmdu próf í fjölbraut. Manni getur ekki komið annað til hugar eftir að vera búin að kynna sér þetta, en að þetta hafi verið ákveðið í hinu mesta flýti! Það virðist ekkert vera búið að hugsa um hvernig að þessu verður staðið og eru kennarar sem að ég hef talað við engu nær hvernig að þessu verður...

Reykingar og vinna (62 álit)

í Deiglan fyrir 21 árum, 12 mánuðum
Mér finnst alveg fáránlegt að fólk sem að reykir geti bara hoppað í miðjum vinnutíma og farið að reykja! Þetta safnast allt saman yfir daginn þessar mínútur hér og þar og samt fær þetta fólk laun fyrir þennan tíma en fær samt sinn venjulega frítíma eins og matarhlé og svona. Á meðan að reykingarfólk er í reykingapásum er reyklausa fólkið að gera það sem að því er borgað fyrir…VINNA! Af hverju fær það þá ekki hærri laun eða reykingarfólk minni laun? Mér finnst þetta alveg rosalega...

Punktakerfið í fjölbrautaskólum og veikindi (36 álit)

í Skóli fyrir 21 árum, 12 mánuðum
Hvað er það með þetta punktakerfi í fjölbrautaskólum hér á landi?? Ég veit það að ekki eru allir skólar með þetta kerfi og vita því ekki allir hvað ég er að tala um. Það sem að ég er ekki sátt við varðandi þetta punktakerfi er það að ef að maður er veikur, þá skiptir engu máli þótt að maður skili inn vottorði því að maður er aldrei dregin niður fyrir ákveðin fjölda punkta. Og sá fjöldi punkta (sem að er ekki dreginn í burtu) sem að eftir standa valda því að maður missir mætingar-eininguna...

Stjórnlausir krakkar! (63 álit)

í Deiglan fyrir 22 árum
Ég veit ekki með ykkur en ég er allt of oft að sjá krakka sem að eru bara algjörlega stjórnlausir. Sumir foreldrar reyna að hafa hemil á þeim en gefast síðan upp og láta eftir þeim en sumum foreldrum er bara einfaldlega alveg sama. Þegar að ég er að tala um stjórnlausir, þá er ég að meina að þau eru bara gersamlega óð! Ég var í bíó á Harry Potter núna nýlega (kvöldsýningu), og á meðan myndinni stóð, var verið að henda rusli í fólk, símar hringjandi og sms sendingar og ekki batnaði það í...

Er þjófnaður verri en að eyðileggja líf!!??? (83 álit)

í Deiglan fyrir 22 árum
Eftirfarandi frétt er tekin af mbl.is… –Árs fangelsi fyrir að stela kjöti og bílum– Rúmlega tvítugur maður var dæmdur í eins árs óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir kjötþjófnað í Bónusverslun og þjófnað á bílum og innbrot í bíla og þjófnað úr þeim. Maðurinn játaði skýlaust brot sín en hann framdi þau í félagi við annan mann í nýliðnum september- og októbermánuðum. Sá hefur þrátt fyrir ítrekaða leit og handtökuheimild hvergi fundist. Stálu þeir fimm lambalærum úr...

Vinna á skemmtiferðaskipi...hvernig? (8 álit)

í Ferðalög fyrir 22 árum
Þannig er að mig hefur lengi langað til að vinna á skemmtiferðaskipi en ég veit ekki alveg hvernig ég á að fara að því að sækja um á einu slíku. Hvað þarf maður að vera gamall/gömul? Hvernig eru launin? Þetta langar mig líka voða að vita til að vera þá ekki að því að standa í einhverju rosa veseni ef að ég er síðan ekki nógu gömul eða eitthvað þannig. Þess vegna langar mig til að biðja alla sem að hafa þótt ekki nema bara minnstu upplýsingar um einhverja sem að hafa farið svona eða hafa...

Gunnar í krossinum og hans vitleysa... (22 álit)

í Deiglan fyrir 22 árum, 1 mánuði
Sko það er alveg ótrúlegt hvað sumir vitleysingar komast auðveldlega í stöður sem gera þeim kleift að vera með segja frá hvílíkum rangtúlkunum og vera með áróður. Ég hef nú oft sér til Gunnars í krossinum hér og þar í samfélaginu (því ver og miður) þar sem að hann er að “bjarga fólki frá villutrú”! Ég horfði til dæmis einu sinni á hann í sjónvarpinu þar sem að hann var að gagnrýna Harry Potter bækurnar. Eftir að vera búin að líkja persónunum í bókinni við nútíma glæpamenn var hann spurður...

Víkingabær? (16 álit)

í Deiglan fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Ég var í Canada í sumar og það var margt sem að ég sá í ferðamennski sem að þyrfti að taka sér til fyrirmyndar…en það var svona sérstaklega eitt sem að stóð upp úr, og það var svona bær (heitir Lower Fort Garry og er reyndar gamallt virki) sem að var búið að hópa fullt af gömlum húsum á og jafnt inni í og fyrir utan þau var búið að setja gamla muni. Síðan voru leikarar sem að voru þarna allan daginn og léku sérstök hlutverk. Allt frá þjónustustúlkum upp í þingmenn eftir því í hvaða húsi þú...

Farið til Canada! :) (20 álit)

í Ferðalög fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Ég var svo heppin að fara til Canada í sumar og ég sé alls ekki eftir því. Ég var það í 6 vikur og kynntist þar af leiðandi landinu og háttum nokkuð vel. Það er alveg yndislegt þarna og ég myndi setja þetta með efstu löndum sem að maður verður að heimsækja. Það er svo fallegt landslag þarna, fullt af trjám, villtum dýrum og síðan eru Canadamenn með mikið af svona menningarþorpum sem að eru látin líta út eins og allt gerði fyrir um það bil 100-150 árum. Gömul hús eru þar sem að hafa verið...

Á ég að trúa honum? (29 álit)

í Rómantík fyrir 22 árum, 2 mánuðum
hæ hæ öll sömul. Ég er í vændræðum með eitt hvérna. Þannig er að ég átti kærasta þegar að ég var 17 ára og við vorum saman í næstum ár. (eða þangað til að ég var orðin 18 ára). Eftir u.þ.b. 6 mánuði drakk hann sig blindfullann og kýldi mig. Hann var alls ekki með sjálfum sér og ég kenni því um að hann drakk allt of mikið. Hann lofaði að gera þetta aldrei aftur og stóð við það. Sá mjög mikið eftir öllu þessu og svona. ‘Eg hætti með honum, byrjaði aftur, hætti með honum og svona. Þangað til að...

Ráðgáta! (9 álit)

í Rómantík fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Okay hérna kemur ein rosa ráðgáta sem að ég bara get ekki fundið lausn á ein og ég vil athuga hvort að þið getið hjálpað mér. – ég veit að þetta er langt, þannig að það þarf ekki að skrifa mér að þetta sé steypa eða spyrja hvað ég hafi nú verið langan tíma að skrifa þetta. Þannig er að ég var að tala við vin minn á einum skemmtistað þar sem að hann er að vinna og eftir að ég er farin kemur strákur til hans og spyr hann um mig og að lokum lætur vinur minn hann hafa símann hjá mér. Ég fæ sms...

Vægðarleysi mannfólksins gagnvart dýrum! (16 álit)

í Gæludýr fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Þegar ég var 12 ára gömul átti ég hvolp. Ég á heima á sveitbæ og um hábjartan dag fór hundurinn minn óvart nálægt þjóðveginum. Ég veit ekki meira nema það að einhvert ógeð keyrði á hann og henti honum síðan undir póstkassann okkar. Mér finnst þetta viðbjósleg hegðum. Þessi hundur var fyrsti hundurinn minn og ég elskaði hann mjög mikið. Þetta “fólk” sem að keyrði á hann hafði ekki einu sinni fyrir því að láta mann vita. Keyra heim á bæinn og láta vita. Já við hefðum átt að passa hundinn betur...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok