Ég var einmitt að tala um það í gærvið vin minn hvað litlir krakkar bera litla virðingu fyrir þeim sem eru eldri. Við féllumst á þá niðurstöðu að það ætti bara að vera svona einn “lemja-yngri-krakka-dagur” á ári. Það ætti að kenna þeim eitthvað.
Það vill nú svo skemmtilega til að SA spilaði á 2 línum en Björninn 3 og svo voru sömu mennirnir mjög mikið inná hjá SA, í pp, penalty kill og fleira þannig að það er ekki skrýtið að SA-menn hafi verið orðnir dáltið lúnir í endann.
Ég skil bara ekki fólk sem nennir að drífa sig svona með bækurnar og nær ekki neinu úr þeim. Harry Potter er eins og súkkulaði, maður á ekki að hakka það í sig eins fljótt og maður getur og finna varla bragðið heldur að njóta þess að borða það og finna bragðið.
Það koma alltaf upp slagsmál annað slagið stundum í nokkrum leikjum í röð. Málið er að fjölmiðlar hafa aldrei sýnt hokkíi athygli fyrr en núna og þess vegna er þetta í fyrsta skipti sem slagsmál í hokkíi eru sýnd í sjónarpi. Þessi slagsmál eru ekkert alvarlegri en önnur slagsmál. Málið er bara að fjölmiðlar eru að gera allt of mikið úr þessu.
Ég æfði í 6 ár í tónlistarskólanum frá 6-13ára aldri en fékk þá leið á því að spila bara svona æfingar bara á sneriltuinn og hætti. Er núna 15 og var að kaupa mér trommusett og byrjaði aftur að tromma og ég skil núna hvað þessi grunnur er mikilvægur sem maður lærði í tónlistarskólanum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..