Einu sinni þegar ég var í 10. bekk og var byrjuð þá að spá var eitt sinn forfallakennari sem ákvað að véfengja að ég gæti séð eitthvað úr spilunum og bað um fortíðarspá. Allt í lagi ég byrjaði að leggja fortíðarspá og viti menn, það stóðst allt sem ég sagði, m.a. að foreldrar hans hefðu skilið þegar hann var c.a. 7 ára, hann hefði lært kennaranámið annarsstaðar en á Íslandi og væri nýtrúlofaður. Síðan þá, hef ég ekki fengið frið frá fólki að biðja um spá hjá mér, og um skeið varð ég að...