Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

AbbeyRoad
AbbeyRoad Notandi frá fornöld 60 stig

Re: Afbrotamenn og dýr....

í Deiglan fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Ég verð að segja að ég fæ smávegis ógleði þegar þú, sem og margir aðrir, getið ekki hugsað um hag neins nema að það komi þér og þínum að notum, sama hver þarf að gjalda þess. Það er ekki þitt hlutverk að ákveða það hvaða tegund hafi meiri rétt til lífs. Þú hlýtur nú að sjá sjálfhverfuna og fasismann í því. Ég get allavega ekki verið sammála þessari “fórnum einum fyrir marga” pælingu. Sérstaklega þegar þeir sem að á að fórna geta ekki einu sinni varið sig. Þetta er helvíti mikill...

Re: Afbrotamenn og dýr....

í Deiglan fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Ekki má gleyma sláturhúsaiðnaðinum á vesturlöndunum. Það getur enginn reynt að ljúga að mér að vesturlandabúar komist ekki vel af án kjöts, ég er lifandi dæmi þess en ég er grænmetisæta til rúmlega 7 ára. Það er ekki hægt að réttlæta kjötneyslu fyrir mér þegar við höfum fullt af möguleikum til þess að koma í veg fyrir óþarfa þjáningar og kvöl. Það er ekkert náttúrulegt við iðnaðinn sem að hefur skapast í kringum kjötneyslu. Ég stórefa líka að flestir þeir sem að borða kjöt gætu hugsað sér að...

Re: Afbrotamenn og dýr....

í Deiglan fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Það eru til fjöldamargar aðferðir til þess að prófa bæði lyf og snyrtivörur enda skilst mér að nú séu nokkrir lyfja- og snyrtivöruframleiðendur búnir að átta sig á grimmdinni og siðblindunni sem að liggur á bakvið svona athæfi. Fólk þarf virkilega, virkilega að fara að hugsa um viðhorf sín og hegðun gagnvart öðrum tegundum sem að búa líka hér á jörðinni. Að prófa á dýrum? Kommon. Þetta er alveg hræðilega sjálfselskt og ætti ekki að vera bjóðandi neinum með einhverja siðferðiskennd. Gerið...

Re: White Album

í Gullöldin fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Þú afsakar, ég er ekki að reyna að gera lítið úr þér á nokkurn hátt en mér fannst þetta einfaldlega mjög illa unnin gagnrýni.

Re: Nekromantik (1987)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 5 mánuðum
HVar er hægt að fá hana?!

Re: Cannibal Holocaust (1979)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Mér finnst þetta ekkert meistaraverk en þó verðug þess að sjá. Fannst dýramorðin truflandi og óþægileg.

Re: Nauðgun, misnotkun!!!!!!

í Deiglan fyrir 20 árum, 8 mánuðum
GunniS; Skammastu þín.

Re: Til hvers ást!

í Rómantík fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Hvað í fjandanum er verið að tala um hippa?! Þó svo að einhver pabbi hafi sagt hitt og þetta þá gildir það ekki fyrir alla. Alhæfingarnar á huga.is eru óþolandi.. “Í dag er fólk kallað drulsur, ekki þá” Hvað ert þú gamall/gömul? Veistu eitthvað hvað þú ert að tala um? Stórefa það.

Re: 99 % strákar, 1 % stelpur

í Skóli fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ég kannast, því miður, við þetta. “Strákar eru strákar”; Það vitum við vel, en er þá sjálfgefið að þeir megi beita þessum brjóstumkennanlegu taktíkum sem að felast í því að hálfpartinn öskra sér til “sigurs” í rökræðum. Þetta segir mér ekki annað um þá sem að láta svona, en það að þeir hafi ekkert að leggja til málanna að leggja og feli það með attitjúdi og blótsyrðum.

Re: Bassaleikari BoB látinn fara

í Rokk fyrir 21 árum, 1 mánuði
Þetta er skelfilega vandræðalegur korkur.. Væri þó fróðlegt að vita af hverju hún talar um sig í þriðju persónu..<br><br><b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>The animals of the world excist for their own reasons, they were not made for humans any more than black people were made for whites or women for men.</i><br><h

Re: Bush....?

í Deiglan fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ég hef einfaldlega ekki orku né þrek í að gera tilraun til þess að finna nógu strek lýsingarorð yfir andúð minni á þessari skepnu.

Re: 500 bestu plötur allra tíma

í Músík almennt fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ibbets; Ég hlýt að hafa sama rétt og aðrir til þess að segja hvað mér finnst viðeigandi að hafa á svona listum og hvað ekki. Að áætla annað er barnaskapur. Annars segir þessi listi mér lítið, einungis skoðanir annars fólks, minn listi væri að vísu mjög svipaður. En ég skil alveg að það séu ekki allir sammála honum og það væri einfaldlega heimskulegt ef að allir væru sammála. Það fer samt ótrúlega í taugarnar á mér þegar fólk þarf að rífast um svona hluti. Sumir einstaklingar virðast ekki...

Re: 500 bestu plötur allra tíma

í Músík almennt fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Korn og Metallica eiga ekkert erindi á lista sem inniheldur meistara á borð við Bítlana, Zeppelin, Pink Floyd, Dylan, Joplin, Pixies, Punmpkins og Neil Young.

Re: Lífsreynsla

í Deiglan fyrir 21 árum, 2 mánuðum
GunniS; Mér finnst virkilega ógeðfellt og siðlaust af þér að kjafta svona um nauðganir. Ég á góðar vinkonur sem að hafa lent í þessari viðurstyggð og ég ráðlegg þér sterklega að steinhalda kjafti um þetta vegna þess að þú veist greinilega ekki rassgat um þetta. Veistu, mig langar bara að æla. Þú ert svo ólýsanlega heimskur, þröng´sýnn og fordómafullur og þú átt ekkert erindi í málefnalegar umræður af nokkru tagi.

Re: Lífsreynsla

í Deiglan fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Sorrí, gleymdi að skrá mig inn ;) Þetta er sumsé AbbeyRoad hér að ofan.

Re: Lífsreynsla

í Deiglan fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Þú hlýtur að gera þér grein fyrir því að skilgreining femínisma er sú að einstaklingum sé ekki mismunað eftir því hvaða kyni þeir tilheyra. Þó svo einhverjir femínistar fari ekki eftir grundvallarhugmyndinni, þá á það ekki við um flesta. Svarta sauði er hægt að finna í hvaða hreyfingum sem er, þannig er mál með vexti að femínismi er það tiltölulega nýr af nálinni, þykir jafnvel einna mest “taboo” og því er vissulega auðveldast að gagnrýna hann (þar sem að hann stríðir á móti mörgun miður...

Re: Er þetta ekki gengið of langt??????????

í Deiglan fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Það er augljóst að feðraveldið er enn til staðar. Af hverju í fjáranum þarf mannskepnan alltaf að gera þá sem að þykja “öðruvísi” eða stríða gegn þeirra gildismati að sökudólgum? Hvaða gildi er fólk að verja? Hvernig er mögulega hægt að vera andvígur hreyfingu sem að berst fyrir mannréttindum og einkennist af fallegum og jafnframt sjálfsögðum hugsjónum?! Vissulega eru vafalaust til svartir sauðir meðal femínista, en það er einungis eins og gengur og gerist. Er fótbolti ljótt fyrirbæri sökum...

Re: Of seint

í Rómantík fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Já.. Uhh.. Ágætis saga, kannski full dramatísk þó.;)

Re: Noise - Pretty Ugly

í Rokk fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Hamingjuóskir með plötuna elsku strákar mínir! :) Kveðja, -Bítillinn ;)

Re: Fyrsta Súpergrúppan

í Gullöldin fyrir 21 árum, 2 mánuðum
En hvað þetta er þroskað rifrildi..

Re: Fyrir heilsu

í Heilsa fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég reyni að vera umburðarlynd en.. Hvað í fjandanum er þetta?<br><br><b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>The animals of the world excist for their own reasons, they were not made for humans any more than black people were made for whites or women for men.</i><br><h

Re: Nútíminn er trunta!

í Deiglan fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Leiðinlegt að segja það, mannskepnan er löngu orðin úrkynjuð. P.S. Ekki móðga falleg og greind dýr eins og rolluna með því að bera hana saman við mannskepnuna.

Re: Robert Plant 55 ára.

í Gullöldin fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Plant var alveg fáránlega kynþokkafullur á sínum yngri árum.. Þegar hann öskrar/stynur í lögum á borð við Since I´ve been loving you þá er allur fjandinn laus..<br><br><b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>The animals of the world excist for their own reasons, they were not made for humans any more than black people were made for whites or women for men.</i><br><h

Re: Radíó Reykjavík vs. Skonrokk

í Gullöldin fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ég hoppaði hæð mína af gleði þegar Radíó Reykjavík byrjaði, en ég verð að viðurkenna að mér finnast gæði hennar farið dvínandi, því miður. Allt of mikið af Metallica, Maiden og þvíumlíku. Ég vildi óska þess að spiluðu meira Pink Floyd, Zeppelin (aldrei og mikið af þeim), Bítlunum, Doors, Jimi, Janis Joplin, Joy Division, Cure, Velvet Underground, Bob Dylan o.s.frv. Nóg komið af hetjurokki..

Re: Það sem er í SÍGARETTUNNI *spoile*

í Heilsa fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ég er ekki með nokkru móti að afsaka reykingar en ég tel að margir mættu aðeins slaka á. Lítið gagnrýnum augum á ykkar eigin lífsstíl áður en þið beinið spjótum ykkar að þeim sem fallið hafa fyrir tóbaksfíkninni. Það eru flestallir fullkomlega meðvitaðir um skaðsemi reykinga og ef að fólk kýs engu að síður að neyta sígarettna, þá er ekki neitt sem að þú getur gert í því. Athyglisvert: “Læknanefnd sem á frummálinu heitir The Physicians Committee for Responsible Medicine sendi fyrir stuttu frá...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok