Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Tár, bros og tuðruspark (4) (13 álit)

í Manager leikir fyrir 20 árum, 1 mánuði
Regnið hamraði látlaust á rúðuna og vindurinn ískraði í eyrunum á mér… Klukkan var rúmlega 8 um morguninn og laugardaurinn 30 apríl hló að mér og aðstöðunni sem ég var í. Ég hafði kviðið fyrir þessum degi lengi og núna var komið að því, 3. seinasti leikur okkar í ensku úrvalsdeildinni átti að hefjast um hádegið og andstæðingarnir voru Arsenal. Það fór um mig hrollur bara við tilhugsunina eina að þurfa að keppa gegn þessum óvættum og það sem gerði stöðuna enn verri var sú staðreynd að það lið...

Tár, bros og tuðruspark (3) (10 álit)

í Manager leikir fyrir 20 árum, 1 mánuði
Sólin skein í augun á mér þennan laugardardags eftirmiðdaginn er ég horfði stoltur á strákana mína þeyta knettinum sín á milli á æfingasvæðinu okkar. Lífið hafði aldeilis leikið við okkur undanfarna daga og fótboltaguðinn augljóslega orðinn nýjasti vinur okkar. Vorum við nú búnir að vinna síðustu 6 leiki sem við höfðum spilað og einn sigur í viðbót myndi slá gamla metið okkar frá því fyrir jól. Ekki nóg með það heldur höfðum við unnið Roma 3-0, fyrir 4 dögum í meistaradeildinni og þar af...

Tár, bros og tuðruspark (2) (8 álit)

í Manager leikir fyrir 20 árum, 1 mánuði
Ég lagði notaðan pennan á borðið og starði í nokkrar sekúndur á nýundirskrifaðan samninginn, efst á blaðinu blasti við mér merki liðsins Mallorca og þar fyrir neðan stóð Quinton Fortune. Já, fyrsta sala mín sem framkvæmdarstjóri Manchester United var að ganga í gegn. Ég leit upp og horfði í augun á Fortune, ég tók eftir smá eftirsjá í augum hans en ég við vissum báðir að þetta var til hins góða. Hann hafði ekki verið að fá mikið af tækifærum hjá mér og sá ég ekki fram á mikla breytingu hvað...

Tár, bros og tuðruspark (21 álit)

í Manager leikir fyrir 20 árum, 1 mánuði
Ég opnaði útidyrnar á húsinu mínu og skrölti inn til mín eftir langan og erfiðan dag, ég sá sófan minn í hyllingum og þráði ekkert heitar en að hlamma mér fyrir framan skjáinn og liggja afvelta þangað til ég myndi leka útaf. Á leið minni inn dyrnar rak ég augun í dagblaðsbunkan sem flaut inn um bréfalúguna hvern einasta dag, ég hugsaði með mér að ég þyrfti nú að fara að segja upp áskriftinni af meirihlutanum af þessum blöðum, ég hafði hvort sem er aldrei tíma til að lesa þetta. Ég ákvað þó...

Hinn sanni konungur platform leikjanna! (1991-95) (12 álit)

í Leikjatölvur fyrir 20 árum, 3 mánuðum
The name's Mario, Mario Mario! *Blæs rykið af pípararörinu og setur upp ógnandi svip* Já, enn heldur sagan af hinum geysivinsæla Mario.. Ég vil benda fólki á að lesa einnig fyrri tvær greinarnar um kauða, svo þeir fái alla söguna í heild sinni. Þar er einnig um fínustu skrif að ræða svo engum ætti að leiðast lesningin. En snúum okkur að efninu, árið 1991 var gengið í garð eftir eitt stærsta ár allra tíma í tölvuleikjum þegar leikirnir Super Mario Bros 3 og Super Mario World komu báðir í...

Hinn sanni konungur platform leikjanna! (1986-90) (37 álit)

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Mario Mario nefnist kauði sem hver og einn einasti tölvuleikjaunnandi einstaklingur ætti að minnsta kosti að hafa heyrt getið á nafn. Hann hefur svo langan feril sem skemmtikraftur í grafísku formi, að titillinn “konungur platform leikjanna” er löngu búinn að festa rætur við hann. Ég tók mig til fyrir nokkrum mánuðum síðan og skrifaði heljarinnar umfjöllun um píparan góða, og hef ég nú ætlað mér að halda áfram frásögn minni og rekja nokkur ár til viðbótar af sögu hans. Við tökum upp þráðinn...

Hinn sanni konungur platform leikjanna! (1981-85) (75 álit)

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ef satt skal segja þá blöskraði mér vægast sagt er ég las greinina “Konungur platform leikjanna” eftir notandan slig. Hvílík endemis svívirðing við hinn sanna konung platform leikjanna, Mario Mario (Mario ber eftirnafnið Mario). Mario á sér áratuga sögu og kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1981 í leiknum Donkey Kong. Annað en þessi Ratchet sem hann slig skrifar svo ágætlega um, ég veit ekki betur en að hann sé að taka þátt í fyrsta og eina leik sínum “Ratchet and Clank” árið 2002. Sé þetta...

Hversu mikið er hægt að pirra fólk í gegnum netið? (19 álit)

í Sorp fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ég lenti í skemmtilegum atburði í morgun. Var vakinn fyrir allar aldir með sms frá kærustunni, sem leiddist víst eitthvað og vildi fá mig á MSN að spjalla. Ég reif mig á fætur eins um sönnum karlamanni ber, og skellti mér fyrir framan tölvuna. Sign'aði mig inn, og þá var ekki aftur snúið.. Skilaboðin streymdu að og byrjuðu *kindin*(me girl) og vinkona hennar að senda mér orðskeyti grimmt og galið. Ég kýs að nota orðið “kindin” yfir kelluna mína, því ég ætla mér ekki að birta rétt nafn hennar...

Strákurinn í grænmetinu leynir á sér (4 álit)

í Húmor fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Einu sinni var strákur sem vann í grænmetisdeildinni í stórmarkaði. Einn daginn þá kom maður til hans og vildi fá að kaupa hálfan kálhaus. Strákurinn svaraði honum því að þeir seldu aðeins heila kálahausa, en maðurinn sætti sig ekki við það og sagðist aðeins þurfa hálfan kálahus, ekki heilan. Það endaði þá með því að strákurinn kvaðst ætla spyrja verslunarstjóran um þetta mál. Strákurinn rölti inná skrifstofu til verslunarstjórans og sagði, “Það er einhver hálfviti frammi sem heimtar að fá...

Ef karlmenn stjórnuðu heiminum... (6 álit)

í Húmor fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ég var á mínu daglega vefvafri og rakst þá á svolítið skemmtilegan hlut.. Hérna eru 15 atriði sem ættu sér stað ef karlmenn stjórnuðu heiminum: 1- Two words… “Ally McNaked”. 2- When a cop gave you a ticket, every smart-aleck answer you responded with would actually reduce your fine. As in: Cop: “You know how fast you were going?” You: “All I know is, I was spilling my beer all over the place.” Cop : “Nice one, That's $10.00 off”. 3- People would never talk about how fresh they felt. 4- Daisy...

Spennandi GameCube titlar á komandi ári ! (43 álit)

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 12 mánuðum
Árið 2002 var án efa ansi viðburðaríkt fyrir GameCube tölvuna fræknu.. En ég hef þær gleðifréttir að færa, að árið 2003 mun verða enn betra ! Margir efnilegir titlar létu sjá sig í búðarhillum Evrópumanna, og þónokkrir vel peningana virði. Þar má svosem helst nefna Super Mario Sunshine, Eternal Darkness, Super Smash Bros. Melee, Resident Evil & Magical Mirror: Mickey Mouse. Þið sem eigið ekki þessa leiki ættuð ekki að gera sjálfum ykkur þann grikk að missa af þeim, allt mjög góðir titlar sem...

Resident Evil [Nintendo GameCube] (35 álit)

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 12 mánuðum
Resident Evil er leikur sem flestir ættu að kannast við. Þessi leikur er sá fyrsti í samnefndri seríu og mun sú sería hafa vakið athygli margs tölvuleikjafíkils um heim allan. Ekki að ástæðulausu heldur því hér er um að ræða eina mest ógnandi leikjaseríu sem á markað okkar hefur komið. Hann Addi(jonkorn) félagi minn var svo elskulegur að lána mér leikinn einn góðan veðurdag. Var ég þá í góðum fíling að láta mér leiðast í herbergi mínu þegar síminn minn byrjaði allt í einu að láta í sér...

Jean-Sebastien Giguere valinn leikmaður vikunnar (2 álit)

í Hokkí fyrir 22 árum
Leikmaður vikunnar að þessu sinni er markmaðurinn í liðinu The Mighty Ducks Of Anaheim. Einnig þekktur sem Jean-Sebastien Giguere. Aðrir sem komu til greina sem leikmaður vikunnar eru eftirfarandi: Hægri vængur Vancouver Canucks, Markus Naslund (fimm mörk, tvær stoðsendingar í fjórum leikjum) og hægri vængur Los Angeles Kings, Zigmund Palffy (þrjú mörk, fjórar stoðsendingar, +4 stig í fjórum leikjum). Giguere varði 26 skot í 3-0 sigri Anaheim gegn Whasington Capitals þann 11. Des. Og...

Toronto Maple Leafs taka NY Rangers í gegn, 4-1 (6 álit)

í Hokkí fyrir 22 árum
New York Rangers - 1 Toronto Maple Leafs - 4 Toronto eru farnir að láta finna fyrir sér og er augljóst að þeir ætla að komast í playoffs þetta árið. Þeir sýndu það í leknum gegn New York Rangers, þar sem þeir fóru illa með Rangers menn og sigruðu þá með 4 mörkum gegn 1. Fyrsti leikhluti var þónokkuð spennandi og skoraði snillingurinn Mats Sundin þegar rúmlega 8 mínútur voru liðnar, eftir sendingu frá Mikael Renberg. Síðan þegar rúmlega 17 mínútur voru liðnar bætti Nikolai Antropov stöðuna...

Miroslav Satan valinn leikmaður vikunnar (12 álit)

í Hokkí fyrir 22 árum
Leikmaður vikunnar að þessu sinni mun vera hægri vængur Buffalo Sabres, Miroslav Satan. Sá magnaði leikmaður skoraði 3 mörk og náði sér í 4 stoðsendingar og plús 5 frammistöðustig. Sem átti stóran þátt í 3 sigrum Sabres í liðinni viku. Aðrir sem komu til greina sem leikmenn vikunnar eru eftirltaldir; Markmaður Buffalo Sabres, Martin Biron (3-0-0, 1.33 mörk á sig að meðaltali, eitt “shut-out”), vinstri vængur Atlanta Thrashers, Ilya Kovalchuck (5 mörk, 1 stoðsending í 3 leikjum), og vinstri...

Super Mario Sunshine – Sólarljósið í skammdeginu ! (30 álit)

í Leikjatölvur fyrir 22 árum
Super Mario Sunshine heitir hinn magnaði leikur sem ég ætla að fjalla lítillega um í þessari grein. Glöggir hugarar ættu nú þegar að hafa tekið eftir því að ég festi nýlega kaup á hina stórgóðu leikjatölvu, GameCube að nafni. Þeir sem þetta ekki vissu bendi ég á að lesa nýskrifaða grein mína sem hefur víst hlotið mikið lof fyrir skemmtilegheit og mikilfengleika ! ;) Þeir sem vita ekki hvað ég er að tala um, þá tek ég það fram að fyrrnefnd grein hlýtur nafnið <a...

Dagur í lífi leikjatölvufíkils... (75 álit)

í Leikjatölvur fyrir 22 árum
Jæja gott fólk, stóra stundin rann upp fyrir rúmum 2 sólarhringum síðan. Þetta byrjaði allt með því að ég varð svo lukkulegur að fá frí úr vinnunni þennan ágæta föstudag. Ég naut þess að fá loks að sofa út en það varði ekki lengi því vinur minn hann Erling hringdi í mig hress og kátur um 11 leytið. Hann vildi endilega fá mig í jóla-verslunarleiðangur og ég þáði það boð með þökkum, enda þónokkrar jólagjafir ókeyptar á mínum bæ (eða með öðrum orðum, allar :)). Jájá það var allt gott og...

Joe Thornton valinn leikmaður vikunnar (7 álit)

í Hokkí fyrir 22 árum
Leikmaður þessara viku er enginn annar en Joe Thornton, sem leikur með hinu geysigóða liði, Boston Bruins. En þeir eru að standa sig virkilega vel þessa leiktíðina, og eru efstir í Austurdeildinni með 34 stig. Joe Thornton átti stóran þátt í síðustu sigrum liðsins og á þar af leiðandi þennan titil vel skilið ! Aðrir sem einnig voru verðugir þessara titils eru eftirfarandi: Dan Cloutier markmaður Vancouver Canucks (3-0-0, 1.67 mörk á sig að meðaltali), Michael Nylander framherji Whasington...

Die Hard: Vendetta - Yippee kiyay mothafuckah ! (26 álit)

í Leikjatölvur fyrir 22 árum, 1 mánuði
Aðdáendur Die Hard myndanna hafa fengið mikið fyrir sinn snúð undanfarið og þar má helst nefna tölvuleiki fyrir hinar ýmsu tegundir af tölvum. Svo dæmi sé tekið, þá gáfu Sierra út leik í vor fyrir PC tölvur er nefnist Die Hard: Nakatomi Plaza og er af gerðinni FPS, sem eins og all flestir ættu að vita stendur fyrir Fyrstu-Persónu Skotleikur. Sá leikur innihélt atburði úr hinum geysigóðu myndum sem hinn frækni Bruce Willis ljáði leik sinn, þær myndir munu að sjálfsögðu vera Die Hard serían,...

Ed Belfour valinn leikmaður vikunnar (3 álit)

í Hokkí fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ed Belfour hefur verið valinn leikmaður vikunnar 18.-24. nóvember Markmaður Toronto Maple Leafs, Ed Belfour var valinn leikmaður vikunnar 18.-24. nóvember. Hann stóð sig mjög vel undanfarna 2 leiki og hélt hreinu marki gegn Boston Bruins og Philadelphia Flyers. Þeir sem einnig komu til greina sem verðlaunahafar þessara titils voru; Sóknarmaður Carolina Hurricanes, Erik Cole (4 mörk, 3 stoðsendingar, +5 stig í 3 leikjum). Sóknarmaður Pittsburgh Penguins, Mario Lemieux (2 mörk, 8 stoðsendingar...

The Legend of Zelda [Nintendo GameCube] (58 álit)

í Leikjatölvur fyrir 22 árum, 1 mánuði
The Legend is Reborn.. Fáir leikir hafa valdið eins miklum usla í leikjasamfélaginu eins og The Legend of Zelda fyrir GameCube hefur gert. Þegar leikurinn var fyrst sýndur, næstum fyrir 2 árum síðan, var grafíkin mjög lík þeirri sam hafði verið Zelda leikjunum í Nintendo 64, sem sagt virkilega flott. En á síðustu Space World sýningunni sem haldin var í Japan, kipptu Nintendo menn teppinu undan öllum sem viðstaddir voru, með því að sýna allt annan Zelda leik en búist hafði verið við. Sá...

Belfour lokar markinu fyrir Boston,Leafs sigra 2-0 (4 álit)

í Hokkí fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ed Belfour er farinn að sjá til þess að Toronto aðdáendur gleymi Curtis Joseph. Belfour varði 29 skot í leiknum gegn Boston Bruins í nótt. Þetta var hans annað “shut-out” síðan hann kom til Toronto, og fór leikurinn 2-0 Toronto í vil. Það var sko stemning í salnum þetta kvöld og hrópuðu áhorfendur “Eddie! Eddie!” er hann varði mörk marktækifærin hjá Boston. Hann gerði engin svaka tilþrif, en stóð sig mjög vel allan leikinn og hélt markinu alveg hreinu. “Það er alveg svakalega gott fyrir...

Nikolai Khabiluin valinn leikmaður vikunnar (4 álit)

í Hokkí fyrir 22 árum, 1 mánuði
Markmaðurinn Nikolai Khabiluin, sem spilar fyrir Tampa Bay Lightning, var valinn leikmaður vikunnar fyrir vikuna; 11. - 17. nóvember. Hann átti þátt í 3 sigrum Tampa Bay var með 95% varin skot í siðastliðinni viku, og átt það stóran þátt í að hann var valinn leikmaður vikunnar. Aðrir sem komu sterklega til greina fyrir þessa viku voru; Brendan Morrison - sóknarmaður hjá Vancouver, Marty Turco - markmaður hjá Dallas, og Todd White - sóknarmaður hjá Ottawa. En þegar allt kom til alls, átti...

Red Wings sigra Maple Leafs eftir mikla baráttu (4 álit)

í Hokkí fyrir 22 árum, 1 mánuði
Margir áttu von á að sjá Curtis Joseph keppa gegn félögum sínum úr Toronto, en svo varð nú aldeilis ekki. Mörgum áhorfendum til mikillar gremju þá prýddi Manny Legace mark Detroit Red Wings í stað CuJo. Curtis Joseph vildi ólmur byrja inná í þessum leik en þjálfari Red Wings, Dave Lewis, sagðist frekar vilja hvíla hann vegna þess hversu stuttur tími var liðinn frá síðasta leik. Áhorfendur sem heyrðu Legace kynntan sem byrjunar markmann Red WIngs ‘púú-uðu’ vegna þess að þeir vildu sjá Joseph...

Buffalo sökkva dýpra en Toronto rétta úr sér ! (2 álit)

í Hokkí fyrir 22 árum, 1 mánuði
Toronto Maple Leafs hafa átt í erfiðleikum með að vinna upp á síðkastið. Sama gildir um Buffalo Sabres sem hafa ekkert verið að standa sig hvort sem það er á heimavelli eða á útivelli. Þessi leikur hlaut þá að skera út um hvaða lið myndi taka sig á og vinna loksins leik, og rétta þá vonandi úr kútnum og hífa sig upp stöðuna. Alexander Mogilny stóð sig með prýði fyrir Toronto og skoraði heil 2 mörk, á meðan Ed Belfour varði 35 skot, þar á meðal nokkur í endinn sem skiptu sköpum um úrslit...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok