Tékkar neituðu forseta Hvíta-Rússlands, Alexander Lúkasjenkó, um vegabréfsáritun. Forseti Úkraínu, Leoníd Kútsjma, var ekki velkominn á fundinum líkt og Tékkar og leiðtogar NATO höfðu gefið í skyn. Það að breyta sætaröðinni í kvöldmatnum var einungis til að undirstrika að enginn kærði sig um að hafa Kútsjma þarna. Ekki sé ég hvernig það fellur inn í lýsinguna á hvernig smástelpur leika sér, fyrst að forseti Úkraínu var ekki velkominn til Prag að leika. Þess má geta að óvild NATO leiðtoga í...