Þetta fellur auðvitað allt niður á skilgreiningu, hvernig við mælum tímann, með sandglasi, hreyfingu rafeinda eða hvað, og ég er enn að spá, hvort algert tómarúm sé í raun til ? Ef svo er ekki þá kannski fáum við nýja skilgreiningu á tímanum. Ég er nú reyndar mikið að velta mér upp úr allskonar hlutum og einn þeirra er einmitt ‘hve margir metrar hljóðið er sem ég heyrði’. Það er mjög skemmtilegt að gera alls kyns tilraunir með hljóð, til dæmis hvenær hættir maður að geta greint úr hvaða átt...