Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

A7X
A7X Notandi síðan fyrir 18 árum, 11 mánuðum 462 stig
“Aldrei að treysta manni með of stuttar fætur…… heilinn er of nálægt afturendanum”:-)

Upphaf minnar hestamennski, staða í dag og stefna framtíðar! (3 álit)

í Hestar fyrir 14 árum, 10 mánuðum
Upphaf minnar hestamennsku og stefna framtíðar! Þannig er mál með vexti að ég byrjaði að stunda hestamennsku þegar ég var 2 ára gamall. Þá kom fyrir að ég fékk að sitja fyrir framan pabba á honum Geisla. Fimm ára fór ég að ríða út án þess að teymt væri undir mér en þar má segja að hestamennskan hafi byrjað fyrir alvöru. En það er nú þannig að í dag (það sem ég tel mig vera fyrir utan námsmann) er staðan sú að ég vinn við tamningar og hef gert frá því um haustið 2006. Þá tók ég að mér 5...

Dama frá Vatnsholti (2 álit)

í Hestar fyrir 14 árum, 10 mánuðum
Dama frá Vatnsholti er til sölu, efni í keppnishryssu í skeiði. Faðir er Lúkas frá Litla-Ármóti og móðir er Spöng frá Hofi, Lúkas er með 9 fyrir skeið og 8,33 fyrir hæfileika og er sjálfur undan Gust frá Hóli. Verð er 800.000 kr. Taugasterk og getur einnig hentað sem mjög gott fjölskylduhross.

Umgengni og tamning mismunandi hestgerða! (9 álit)

í Hestar fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Jæja, þar sem fólk er nánast farið að setja inn korka með beiðnum um greinar, þá ákvað ég að leggja hausinn í bleyti . Útkoman var sú að kannski væri ekkert svo vitlaust að tala um hvernig skal ganga um og temja mismunandi hestgerðir. Ég mun þá tala út frá mínum aðferðum við tamningar og um vissar týpur almennt séð. Vonum svo bara að fólk hafi gagn og gaman af að lesa þetta og geti kannski nýtt sér þessar aðferðir og þekkingu. Málið er eins og ég orða þetta að þá er tamning í raun ekki það...

HALLLLLLÓÓÓÓÓ!!!!!! (0 álit)

í Hestar fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Mig vantar ódýrt pláss í Hafnarfirðinum fyrir einn hest í rúmlega mánuð. Í mestalagi gæti ég borgað 10.000kr. á mánuði en í staðinn verð ég sjálfur með hey (kæmi bara með það í poka) og gæti aðstoðað eitthvað svona ef við á í staðinn. Er mjög reglusamur. Áhugasamir hafið samband við mig í síma 846-3444 eða á dabbibraga@hotmail.com P.S. Megið líka alveg benda mér á eitthvað sem gæti gengið upp ef þið vitið um eitthvað. Bætt við 14. desember 2009 - 17:28 Málið breyttist, mig vantar pláss fyrir...

Ljóð samið í snarhasti! (1 álit)

í Hestar fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Þessi tvö ljóð samdi ég í snatri núna rétt áðan, þetta er reyndar óttalegt bull en segjið mér endilega hvað ykkur finnst. Þetta eru semsagt tvær mjög mismunandi hestgerðir;) Hann rauðblesi minn er rosa latur, Ríkur hann ekki af stað. Lítið þarf til að hann liggi flatur, Líkt og símjúkt hrossatað. Hún fékk mjög mikið æðiskast, miklir voru hrekkir. Þessu má líkja við gróft guðlast, Gröftur er þó skárri en hlekkir. Punktur mun verða gæðings hestur, í senn mun hann verða bestur. Takmarkalaus...

Leiga á aðstöðu í sumar! (18 álit)

í Hestar fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Hefur einhver hérna hugmynd um hvað það gæti kostað á mánuði að leigja í sumar landskika með aðstöðu fyrir um 20-30 hross í húsi sem og með beit á nóttunni og um helgar?

Tamningar og þjálfun í haust! (1 álit)

í Hestar fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Vantar ekki einhverjum að láta temja fyrir sig í haust, eða veit ekki einhver um eitthvað:P Er alveg í vandræðum, fæ bara engin hross (ekki enþá allavega). Endilega hafið samband við Davíð í síma 846-3444 ef einhver vill tamningu eða bara þjálfun á hestinn sinn:P Auglýsingin er svo hér fyrir neðan;) http://www.hestafrettir.is/smaaugl/viewad.asp?id=50292455784100114

Þetta vissi ég ekki ! (7 álit)

í Hestar fyrir 15 árum, 4 mánuðum
Jæja, ég rak upp stór augu þegar ég sá þessa mynd, en þegar ég fór að hugsa málið nánar þá fer eiginlega ekki á milli mála að hann er að lyfta fætinum fyrir stein eða eitthvað því þetta voru frekar gríttar götur;)

Punktur (6 álit)

í Hestar fyrir 15 árum, 5 mánuðum
Jæja, þetta er hann Punktur, þetta var síðast dagurinn og síðasti áfanginn í hestaferð sumarsins hjá mér. 60% fékk ég gefins í þessum hesti í vetur gegn því að ég myndi þjálfa hann.

Geldingastag (6 álit)

í Hestar fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Já, ég hef lengi verið að hugsa þetta með geldingastag í hrossum. Kannast einhver við það að hesturinn sinn verði skrítinn eða jafnvel óþægur í vissum aðstæðum, t.d. þegar beðið er um tölt, eða yfirferð á einhverjum gangi, hann er óþægur á stað, skekkir sig, hringteymist ekki upp á aðra höndina. Öll þessi atriði geta verið vegna geldingastags, endilega látið tékka hrossin ykkar áður en þið afskrifið þau. Ein spurning, hversu margir hafa lent í því að þurfa að láta skera á geldingastag í...

Úr hestaferðinni (1 álit)

í Hestar fyrir 15 árum, 11 mánuðum
Í Hólaskógi, meri með folald eða bara hann Segull kallinn. Spes mynd.

Hestaferð 2008 (5 álit)

í Hestar fyrir 15 árum, 11 mánuðum
Jæja, datt inná nokkrar myndir úr hestaferðinni hjá mér í sumar. Við erum stödd í Stöng, fyrsta stopp á leið frá Hólaskógi:P

Guitar Speed Trainer (5 álit)

í Hljóðfæri fyrir 16 árum
Er einhver hérna sem að þekkir þetta forrit. Datt inná www.guitarspeed.com í gær, er búinn að ná mér í demoið af þessu forriti og líst mér vel á það, ætli það sé eitthvert vit í að kaupa það í gegnum netið svona? Hef alltaf verið tregur og tortrygginn varðandi svona lagað. P.S. Vona að þetta sé besti staðurinn til að setja þetta inná.

Spegill (3 álit)

í Hestar fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Hérna er mynd af Spegli mínum, á bara ekki fleiri myndir í augnablikinu til þess að senda inn:/

Þórhalla (1 álit)

í Hestar fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Þetta er Þórhalla, hún er undan Loka frá Selfossi sem var sýndur í vor með 7,97 í aðaleinkunn 4. vetra. 7,93 fyrir byggingu og 8,00 fyrir hæfileika, hann er undan Smára frá Skagaströnd. Þetta nafn kom til vegna þess að tvær af okkar bestu ferðavinkonum heita Þórdís og Halla, þar að leiðandi Þórhalla;)

Fallegt og gott skrifborð til sölu (1 álit)

í Heimilið fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Er með fallegt, veglegt og geymslumikið skrifborð til sölu. Það er nýlegt og vel með farið. Það er með lausri yfirbyggingu. Er á selfossi (möguleiki á að koma því á höfuðborgarsvæðið ef vandræði eru með flutning). Verð 20.000 Upplýsingar: Guðný í síma 8587121 og á guddarut@hotmail.com Þarf að losna við það sem fyrst og er í lagi að fólk geri tilboð:) Bætt við 2. september 2008 - 22:32 Get sent myndir *

Vantar einhverjum gott og fallegt skrifborð ? (6 álit)

í Tölvur og tækni (gamla) fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Er með fallegt, veglegt og geymslumikið skrifborð til sölu. Það er nýlegt og vel með farið. Það er með lausri yfirbyggingu. Er á selfossi. möguleiki á að koma því á höfuðborgarsvæðið ef vandræði eru með flutning. Henntar mjög vel undir tölvuna, gott geymslupláss í því! Er með myndir af því sem ég get sent :) Verð 20.000 Upplýsingar: Guðný í síma 8587121 og á guddarut@hotmail.com Þarf að losna við það sem fyrst

Stóðhestaval (4 álit)

í Hestar fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Jæja, langar bara örlítið til þess að forvitnast um hvaða stóðhesta þið ætlið að nota í sumar eða langar til þess að nota og jafnvel undan hvaða hesti þið fáið folöld í sumar;) Persónulega þá fékk ég jarpt merfolald í fyrradag undan 4 vetra hesti sem sýndur var í 8,00 fyrir kosti í fyrradag á Hellu, Loki frá Selfossi (8,5 fyrir tölt og brokk), mjög efnilegur hestur undan Smára frá Skagaströnd (8,69 minnir mig fyrir kosti) og Surtlu frá Brúnastöðum (7,58 minnir mig fyrir kosti), langar aftur...

Ræktun íslenska hestsins (18 álit)

í Hestar fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Jæja, mér datt í hug að rita niður nokkur orð sem snúast um ræktun íslenska hestssins og tala ég nú ekki um þann mikla fótaburð sem sum hross hafa orðið í dag. Ræktun íslenska hestssins hefur nú staðið yfir í nokkra tugi ára. Nú í dag virðist vera sem að rætkunin á hestinum hafi tekist mjög vel hingað til og í þá átt sem við viljum hafa hann fyrir utan viss atriði sem ég ætla að tala um seinna í þessari grein. Til eru hrossaræktarbú sem reyna einungis að rækta vissa liti t.d. einungis...

Til sölu;) (8 álit)

í Hestar fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Jæja, ætla að henda hérna inn einni mynd af meri sem ég á… mjög falleg meri og ef einhver hefur áhuga á því þá er hún til sölu;)

Spegill (8 álit)

í Hestar fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Jæja, einhverjir vildu fá betri mynd af þessum hesti þannig að hér er hún;) Reyndar stóð alltaf til að senda inn aðra en hér ríð ég á móti hífandi roki þannig að höfuðburðurinn hefði getað verið en fallegri s.s. hringaður háls og svoleiðis;) En já, þessi mynd er mun skárri, reyndar tekin svolítið neðarlega en það verður bara að hafa það;)

Spegill (6 álit)

í Hestar fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Þetta er besta myndin sem ég á af honum eins og er, verð að ná betri myndum af honum seinna og senda inn, en endilega segið mér hvernig ykkur líst á hann;) Ágætt að sjá hvernig mín vinna hefur tekist á honum hingað til;)

Spegill (6 álit)

í Hestar fyrir 17 árum
Jæja, þá er loksins komin inn flott mynd af hestinum, þessi mynd er tekin í hestaferðinni sem ég fór í í sumar, þarna erum við á leið í Galtalæk frá Landmanna Helli að mig minnir næstsíðasta daginn. Með í för var ljósmyndari sem sá yfirleitt um alla myndatöku í ferðinni. Hefði ekkert haft á móti því að hafa örlítið minna ryk samt;)

Aðeins að gamni um notkun okkar feðga á Stóðhestum (8 álit)

í Hestar fyrir 17 árum, 1 mánuði
Jæja, ég er ekki búinn að leggja þetta blessaða lyklaborð á hilluna;) þannig að ég ætla að halda áfram við skriftir á þessu áhugamáli:D Í þessari grein ætla ég að gera það að gamni mínu að skrifa og segja frá þeim stóðhestum sem ég og faðir minn höfum notað frá því ég man eftir mér:P Ég tek það skýrt fram að allar upplýsingar eru fengnar af www.worldfengur.com nema kannski ein og ein sem ég bara veit sjálfur um hestinn því ég þekki einn hestinn soldið. Jæja, til þess að byrja með þá ætla ég...

Hestaferð 2007 (7 álit)

í Hestar fyrir 17 árum, 1 mánuði
Hestaferð 2007 Jæja, núna ætla ég að reyna að lýsa hestaferðinni sem ég fór í í sumar. Þessi ferð tók átta daga og var bara snilld í alla staði. Ég ætla að reyna að lísa hverjum degi fyrir sig í stuttu máli en þó reyna auðvitað að segja frá því helsta sem gerðist. Dagur 1. Urriðafoss – Gunnarsholt. Ca. 25 km. Þessi ferð hófst með því að við pabbi minn ætluðum að fara ríðandi frá Urriðafossi og í Gunnarsholt. Vorum tilbúnir með sex hesta og ætluðum að fara að leggja af stað en þá var hringt í...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok