Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Grandaddy - Under the Western Freeway (8 álit)

í Rokk fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Sólin skín, fuglarnir syngja, börn leika sér, kýrnar baula, bændur slá tún, hommar hafa mök, fiskar sofa og holdsveikir missa útlimi á meðan Evrópa minnist stríðsloka. Sjálfum mér leiðist. Það er drepleiðinlegur vordagur í Maí sem ælir daufgulu sólskini yfir próftörnina sem hvílir á yngri kynslóðinni. Því hef ég ákveðið að skreyta veraldarvefinn með einni grein á huga, heil eilífð síðan ég gerði það seinast, meira en ár ef ég man rétt. Indie/Collage-Rock, Neo-Psychadelic furðulfuglarnir í...

Dissection komnir aftur í hljóðver eftir 9 ár.. (4 álit)

í Metall fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Jon Nötdveit, forsprakki einnar bestu black metal hljómsveitar Svíþjóðar, Dissection, hefur snúið aftur til samfélagsins eftir 7 ára fangelsisvist og er nú kominn með fullt line-up í hljóðver til að taka upp nýja plötu, þeirra fyrstu í 9 ár. Sú síðasta, ‘Storm of the Light’s Bane' kom út ‘95, og markaði tímamót og varð algjört breakthrough fyrir nýju strauma svartmálmsins, ein sú kaldasta plata sem gerð hefur verið enda varð instant-klassík meðal málmunnenda um heim allan. Nýja platan kemur...

Amon Amarth (11 álit)

í Metall fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Í tilefni að því að þessir nýbökuðu Íslandsvinir heimsóttu okkur hér á klakanum fyrir rúmum tveimur mánuðum síðan og heiðruðu okkur frændur sína með tvennum tónleikum, þá hef ég ákveðið að draga smá pistil um þetta magnaða “víking metal” band. Ég varð alveg einstaklega spenntur þegar ég heyrði um komu þeirra hingað til lands, þá um svona miðjan Febrúarmánuð, en ég hafði samt aldrei heyrt neitt með þeim áður. Það er samt alltaf einhver ákveðin spenna í loftinu þegar erlent metalband,...

6 strengja bassar... (8 álit)

í Hljóðfæri fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Ég hef spilað á 5-strengja bassa í um það bil tvö og hálft ár og vil fara að færa út í kvíarnar. Núna er ég að leita mér að sex-strengja apparötum og hef aðeins fundið einn niður í hljóðfærahúsinu. Sá bassi er Yamaha týpa og gerð eftir bassa sem bassaleikari Dream Theater, John Myung spilar á. Ég hef spilað á Yamaha bassa allan mína tíð sem bassaleikari og er orðin frekar leiður á því, þannig að ég spyr ykkur hvort þið vitið um einhverjar hljóðfæra búðir sem selja sex-strengja bassa, fyrir...

Saga Opeth – 2.Hluti (Morningrise og My Arms, Your (14 álit)

í Metall fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Á tímabilinu 1996-1998 gaf þessi magnaða hljómsveit út tvær áhrifamiklar plötur undir nöfnum ‘Morningrise’ og ‘My Arms, Your Hearse’. Í þessari grein mun ég fara ýtarlega í báða diskana í stað þess að fara sérstaklega yfir það sem gerðist á þessu tímabili, þótt einhverjar breytingar innan mannskipan bandsins átti sér stað. Eins og áður sagði höfðu nokkur lög tekið að mótast snemma, fyrir upptökur ‘Orchid’ – lög sem enduðu á ‘Morningrise’. Slík lög eru t.d ‘Advent’ og ‘Black Rose Immortal’....

Saga Opeth - 1.Hluti (1990 - 1995) (21 álit)

í Metall fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Flestir sem hafa stundað huga.is/metall iðjuna ættu að kannast við sænsku Progressive Metal hljómsveitina Opeth, þá í gegnum greinar eða annars konar umfjallanir í gegnum tengla eða korkinn. Hljómsveitinn hefur gefið út all nokkrar verðugar plötur síðan 1995, og öðlaðist þokkalega heimsfrægð utan metal heimsins árið 2001 þökk sé plötuni ‘Blackwater Park’, en þeir Opeth drengir fengu mikla hyllingu fyrir þá plötu. Persónulega tel ég hana ekki vera það besta sem Opeth hafa sent frá sér, en hún...

Platan ‘The Gallery’ með Dark Tranquillity (10 álit)

í Metall fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Árið 1995 var stórgott og innblástursfullt ár fyrir metalinn í fyrndinni og þá sérstaklega fyrir sænsku metalsenuna. Það árið komu út plötur eins og ‘Slaughter of the Soul’ með At the Gates, ‘The Jester Race’ með In Flames, ‘Storm of the Light’s Bane’ með Dissection nokkrum, frumburður Opeth – er hét ‘Orchid’. Einnig ber að nefna aðrar plötur eins og ‘Destroy Erase Imrpove’ með taktnauðgurnum í Meshuggah, ‘Opus Nocturne’ með svartmálmurunum í Marduk og plötuna sem batt enda á feril hina...

At the Gates (26 álit)

í Metall fyrir 20 árum, 11 mánuðum
- (Áður en ég byrja greininna vil ég biðjast velvirðingar á því hversu langt það er síðan ég hef skrifað eitthvað hér inn á metal. En endilega verið sem duglegust að senda inn greinar og halda þessu áhugamáli lifandi að einhverju leyti, þótt það sé nú lagalega úskurðað álíka dautt og typpið á Fat Bastard úr Austin Powers myndunum) Allir sem eru kunnugir sænskum metal eiga að kannast við nafnið At the Gates, enda hljómsveit í algjörum sérflokki þar á ferð. At the Gates var ein af fyrstu...

DEICIDE - guðlöstun á heimsmælikvarða (33 álit)

í Metall fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ég hef verið ansi miklum vangaveltum í dálítinn tíma hvernig ég ætti að hefja þessa grein. Jæja, það er nú bara eins og venjulega, blaðrið um áhrifavalda Deicide og hvað varð til þess að þeir stofnuðu hljómsveitinna og hvernig þeir þróuðust út í svo vinsæla dauðarokks-hljómsveit í gegnum árin að þeir slá út Morbid Angel í áhorfendafjölda á tónleikum sínum, en Morbid Angel hafa selt um 500.000 eintök af plötum sínum síðan árið 1997. Ljóst er að mentaðurinn og viljinn hefur alltaf keyrt...

átak gegn sama helvítis kjaftæðinu aftur og aftur... (7 álit)

í Hugi fyrir 21 árum, 4 mánuðum
ég veit ekki með ykkur hin, en ég er orðinn ansi pirraður á því að sjá greinar sendar aftur og aftur inn um sama efnið. Hver er eiginlega að samþykkja þessa dellu aftur?? Svo ef maður kvartar undan þessu þá fer allt á annan endan og maður er bara að banna öðru fólki að skrifa greinar! Ég legg til að bannað verði að senda inn greinar um sama efnið oftar en tvisvar á sama hálfa árinu, vegna þess að enginn vill heyra um greinarefnið aftur og aftur, og greinar rísa ofar verðugri greinum og draga...

Arch Enemy - Anthems Of Rebellion (2003) (12 álit)

í Metall fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Arch Enemy ‘Anthems Of Rebellion’ (2003) 26. Ágúst - Century Media Alveg síðan ég heyrði í plötunni ‘Wages Of Sin’ fyrir um það bil einu og hálfu ári síðan hefur mér liðið eins og dópfíkli sem var að jafna sig eftir fyrstu heroín vímuna, undraður af vellíðan og orðinn háður á einhverju (fyrir utan það að flestir heróín fíklar fái hressilegan skammt af niðurgangi eftir vímu). Mér leið eins og ég hefði fengið að smakka aðeins á því sem flestir kalla himaríki. Fyrir þá sem eru hljómsveitinni...

Halford aftur í Judas Priest!!! (2 álit)

í Metall fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Það er opinbert, Rob Halford er aftur genginn til liðs við Judas Preist, og eru þeir fjórir að vinna að nýrri plötu sem á að líta dagsins ljós snemma á næsta ári!!!

Immortal (35 álit)

í Metall fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Alveg síðan snillingarnir í Emperor lögðu upp laupana fyrir um það bil tveimur árum, hefur verið umdeilt í metal heiminum hvaða norska black metal hljómsveit sé vinsælust. Mönnum dettur í hug kannski Dimmu Borgir, en staðreyndinn er sú að sú hljómsveit á sér jafn marga óvini og aðdáendur, og Cradle Of Filth eru breskir, og hafa þróast út í einhvers konar gothic-metal í gegnum árin. Immortal hins vegar hafa afrekað að vera eins sannir og þeim ber, en samt hafa nýjustu diskar þeirra, ‘Damned...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok