Sæl verið þið öll, jeppafólk. Það er svo komið eftir að hafa “hlustað” hér í dágóðan tíma að ég get engan veginn orða bundist yfir því sem menn skrifa hér, um og yfir þá sem hér pósta. Þegar áhugafólk um jeppa hittist hér á vefnum til að bera saman og ræða áhugmálin, bílana, útbúnað og fleira, þykir mér lágmark að bæði þeir sem skrifa og þeir sem gefa álit gæti hófs og vandi mál sitt til að þeir sem hér eru af sönnum áhuga og á réttum forsendum njóti vefsins. Mér þótti afar gaman að ramba á...