Auðvitað er gaman að fá myndir frá þér. Það er bara svolítið fyndið að þessar myndir eru allar hreyfðar og það vantar yfirleitt efri hlutann á manneskjuna (þú sjálfur býst ég við) sem er á myndinni! Þú ættir að hafa það sem markmið næst þegar þú tekur myndir að reyna að beina vélinni ofar og prófa að fikta í vélinni til að myndirnar séu minna hreyfðar. Ef þetta er bara venjuleg myndavél, sem ég býst við að þetta sé, þá getur verið nóg að kveikja á flassinu eða stilla vélina á...