Mér finnst það nokkuð fyndið, að þrátt fyrir að við búum í svokölluðu lýðræði. Þ.e fólkið stjórnar, þá kallast þau sem kosin eru til þjónustu, t.d ráðherrar, sem hljómar heldur eins og aðalsmannatitlar heldur en það sem þeir ættu frekar að endurspegla, þjónustu við fólkið. Hvernig stendur á að örfáir, stjórna öllu og setja lög næstum eftir hentisemi, ef ekki svo, í lýðræðisríki? og ríki? ríkja yfir hverju? ríkisráð? ríkja yfir fólkinu? bíddu? snýst lýðræði um að kjósa yfir sig drottnara?...