Ég fór á tónleika í Kompaníinu á Akureyri um helgina. Á þeim tónleikum voru: Anubis (ak speedmetal), BOB (rvk Bush-ættað grunge), Coral (rvk rokk) og Kanis (ak metal). Fyrstir á svið voru Anubis sem án efa var þyngsta hljómsveitin, þeir tóku 4 eða 5 speedmetal lög og sköpuðu 6 manna moshpit(yes!), svona tónlist sem skapar þægilegt andrúmsloft. Svo stigu á stokk BOB. Það var lítið varið í þá, enda tæknin að stríða þeim og þurftu að fá lánað distortion í miðjum kliðum. Þeir tóku Bush lagið...