Svitinn rann hægt niður rauðar kinnarnar. Hjörtun slógu hratt en óreglulega. Spennan var rafmögnuð, hún lá í loftinu. Þeir horfðust óttaslegnir í augu, þar til annar þeirra rauf kæfandi þögnina um leið og hann lék lokaleikinn; ,,Skák og mát!" glumdi í salnum. Örvæntingarfullur leitaði hinn að útgönguleið fyrir kónginn. Og sjá; skyndilega rak hann augun í taflmann sem auðveldlega gat bjargað kónginum, hann slapp fyrir horn, andvarpaði, brosti. Skákin hélt áfram um óákveðinn tíma.