Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

bak við luktar dyr (1 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 1 mánuði
bleikir veggir bláir draumar bak við litlar luktar dyr undir niðri leyndin kraumar bak við litlar luktar dyr renna niður stríðir straumar bak við litlar luktar dyr verð ég kyrr sem aldrei fy

Subject: kæri guð (4 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 1 mánuði
From: lubbi klettaskáld Date: Tue, November 20, 2007 3:10 am To: god@heaven.org Priority: High kæri guð, ég vona að ég trufli þig ekki vil alls ekki tefja þig við matarborðið eða við bænalestur. hef bara verið að spá og spekúlera um hitt og þetta. eins og til dæmis af hverju þú hjálpar ekki fólkinu þarna í stríðinu er það vegna þess að það trúir á annan guð en þig? eða af því að það hjálpar sér ekki sjálft? og af hverju deyja svona mörg börn í heiminum? 1 barn á mínútu er það ekki? eru...

reglulega frumlegt ljóð (7 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 4 mánuðum
ljóðið varð fyrir áhrifum nútímans og er þess vegna svona sett skringilega upp og án reglna.

þorláksína (2 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 10 mánuðum
nafn þitt er sem nýfallinn snjór vetrarins sem himinbjört nótt sumarsins sem ferskur andblær vorsins sem fagurgul laufblöð haustsins en samt einhvernveginn ekki.

sem sagt (4 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 10 mánuðum
sem ég sit hér og drekki sorgum mínum oní hyldjúpt vínglasið sorglegur bitur einmana kuldalegur vitur máttvana sem ég sit hér sem ég

maður spyr sig (1 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 2 mánuðum
skyldi unginn vera með fuglaflensu eða er þetta bara venjulegt kvef?

of seint (4 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 3 mánuðum
of seint uppgötvaði ég mistökin ég hafði gleymt hjartanu í hinum buxunum

hnoð (5 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 3 mánuðum
með lífið í lúkunum hnoðaði ég kúlur og læddi þeim í byssur dátanna og vonaði að þeir hittu í mark

eirðarleysi (3 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 4 mánuðum
seyðandi tónlistin dansar inn um eyru kaffihúsa gestanna sem vart taka eftir því að lífið þýtur framhjá fyrir utan gluggann heldur gaspra um allt og ekkert sem skiptir máli og fá sér sopa af andvöku drykkjum sem bera fín nöfn á meðan sit ég þögull og íhuga að fara út í lífið

og á skall þögnin (6 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 5 mánuðum
fölgult sólarlagið kyssir satínbláan sæinn kaktusgræn augu þín stinga rústrautt blóðið þekur litlausa jörðina hrímhvít þögnin nísti

roði (5 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 7 mánuðum
þú daðrar við mig eins og sólin daðrar við sjóndeildar hringinn en þegar á reynir roðnarðu niður í rassgat og hverfur á bak við fjöllin

of seint (2 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 8 mánuðum
of seint uppgötvaði ég mistökin ég hafði gleymt hjartanu í hinum buxunum

án titils (3 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 9 mánuðum
með lífið í lúkunum hnoðaði ég kúlur og læddi í byssur dátanna og vonaði að þeir hittu í mark

óskhyggja (5 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 11 mánuðum
ég vildi að lífið væri fallegt lag á nótnablaði mínu þá myndi ég leika létt á það og aldrei slíta streng

án titils (2 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 2 mánuðum
rúbinrautt blóðið rann fallega niður bústnar kinnar “sem betur fer var þetta bara skráma” hugsaði fórnarlambið rétt áður en það datt niður og stóð ekki upp aftu

haust (1 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 4 mánuðum
ryðguð morgunsólin blæs yl yfir heiminn í síðasta sinn senn lýkur sumri og frostbitið tunglið frystir lífið

uppskriftin (2 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 5 mánuðum
ég mun aldrei aftur gefa þér uppskriftina að ástinni því þú mis- notar hana alltaf notar hana í skyndi- kynni eða drullumall eða að þú mis- skilur hana óviljandi og klúðrar málunum þú verður héðan í frá að finna upp þína eign upp- skrift ég gefst upp

ísraelinn (9 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 6 mánuðum
ég hef barist á banaspjóti ég hef varist skotum og grjóti saknað og misst sparkað og slegið elskað og kysst grátið og hlegið ég hef móðgað klórað og bitið ég hef blóðgað og misst vitið ég er dáður hataður líka ég hef áður drepið slíka

eitt augnablik (10 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 7 mánuðum
kaffisvört nóttin leggst eins og mara yfir grunlausan daginn ylfrjór vindurinn læðist yfir saklausar grundir óbærileg þögnin umlykur læviblandið loftið eitt hjarta slær ógnarhratt á meðan annað smá saman stöðvast

sama sagan (4 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Strákurinn sem fann ástina hjá stelpu úr vesturbænum já sá hinn sami og festi kaup á íbúð með sömu stelpu og giftist henni síðar hann týndi ástinni nokkrum árum seinna á þorrablóti vestur í landi er enn að leita

upp og niður (7 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 9 mánuðum
uppi á háalofti leynast gömul leyndarmál minningar um hann niðri í kjallara er raki

sól og máni (9 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 9 mánuðum
sólin sest hrokafull við sæinn hrokafull því hún veit að hún er ómissandi máninn feiminn tekur við vaktinni feiminn þó hann viti innst inni að fyrir rómantískar sálir er hann ómissandi

tabula rasa (3 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 9 mánuðum
ef lífið byrjar sem auð bók sem fyllist út dag frá degi þá er líf mitt eintóm saurblöð

ævilöng ábyrgð (0 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 9 mánuðum
þú veist vel að ég myndi fylgja þér að endimörkum alheimsins ég lofa þér að ég mun leiða þína hönd um alla tímans eilífð en eftir það veit ég ekki hvað ég geri

ástarsorg? (8 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 9 mánuðum
þú hryggbraust mig en það er í lagi beinin gróa þú reifst úr mér hjartað en það reddast því af líffærum á ég nóg þú tættir sál mína í sundur en það skiptir engu hún var einskis virði hvort sem var en þú tókst sjónvarpið með þér og það vil ég aftu
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok