Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

þú og ég (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 11 mánuðum
þú varst alltaf svo skemmtileg þú varst öll svo fullkomin þú varst mjög svo falleg þú varst oft svo fín þú varst svo góð þú varst mín þú varst þú ég ég er ég er fínn ég er oft sár ég er stundum einn ég er farinn að gleyma ég er byrjaður að hressast ég er viss um að ég jafni mig

Kossinn (6 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 11 mánuðum
hann sá hana og hún sá hann gekk nær henni þar sem hún stóð við barinn lostinn lá í loftinu hún glotti grunsamlega hann var dáleiddur kannski það hafi verið bjórinn hann hallaði sér nær augun mættust varirnar nálguðust og að lokum barkakýlin.

kossinn (7 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 12 mánuðum
Mjúklega færði hann sér nær, svo nálægt að hann fann fyrir síðum lokkunum og hlýju skegginu lyktin var góð andrúmsloftið rafmagnað þeir horfðust í augu kossinn var staðreynd þetta hefði getað endað öðruvísi ef að helvítis rómverjarnir hefðu ekki beðið átektar.

eftir one night stand (6 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum
þetta ljóð er ekki byggt á persónulegri reynslu, hef aldrei fengið kynsjúkdóm (og mun aldrei fá) ég reyndi að hringja þú svaraðir ekki ég bankaði á dyrnar þú komst ekki ég skrifaði þér bréf en fékk það til baka ég kallaði á þig þú svaraðir aldrei ég býst við að þú fáir aldrei að vita afhverju þú fékkst lekanda.

Hughreysting (19 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum
Hughreysting Þótt það taki tíu árin tíminn læknar ætíð sárin þerra skaltu þungu tárin þjáning burtu fer. á þér hef ég miklar mætur mun nú á þér hafa gætur alla daga og allar nætur áttu vin í mér.

Íslenskt sumar (3 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum
Fjöllin skarta sínu fegursta snjórinn fellur tignarlega niður brattar hlíðarnar. Laufin falla létt til jarðar og nöpurleg nakin trén drekka í sig sólargeislana. Fullorðna fólkið liggur í snjónum og lætur sólina sleikja sig ísköld og föl. Börnin búa til drullumall úr snjónum í stuttbuxum og nýjum skóm rjóð í vöngum. Unglingarnir borða ís í brauði um leið og þau skauta á svellinu brosandi út að kulnum eyrum.

Þynnka (3 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum
þreytandi er þynnka þyrstir í sprite mun ekkert minnka á meðan ég græt. djöfull var drukkið djammað feitt svona er sukkið sorglegt, þreytt.

Kobbi kviðrista (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum
Í leit að bráð í leit að fróun skimaði þessi ógeðfelldi maður í kringum sig. Hægt og rólega murkaði hann lífið úr vændiskonunum og hélst svo áfram ferðinni eins og ekkert hefði í skorist.

Rómantík (3 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 1 mánuði
Án þess að hún tæki eftir því dáðist ég að fegurð hennar þar sem hún lá í fanginu á mér og dáðist að rómantíkinni á skjánum.

Hvar búa Hugaskáldin? (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 1 mánuði

Spor í snjónum (4 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 1 mánuði
spor í snjónum þúsundir talsins öll liggja í sömu átt en hvert? spor í snjónum í einni þvögu á leiðinni beint til glötunar spor í snjónum stór sem smá djúp eru skrefin beinustu leið í Ríkið.

Samkvæmt nýjustu rannsóknum (3 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 1 mánuði
Samkvæmt nýjustu rannsóknum eru Íslendingar hamingjusamasta fólk í heimi. Samkvæmt nýjustu rannsóknum nota Íslendingar mest geðlyf allra þjóða. Samkvæmt nýjustu rannsóknum eru Íslenskar konur þær fallegustu í heimi. Samkvæmt nýjustu rannsóknum notar íslenskt kvenfólk mesta meik-uppið. Samkvæmt nýjustu rannsóknum eru Íslendingar bestir miðað við höfðatölu deilt með þremur. Samkvæmt nýjustu rannsóknum er allt sem þú lest lygi.

Blóð, sviti og tár (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 1 mánuði
Svekktur eftir raksturinn klíndi óharðnaður unglingurinn klósettpappír á sárin.

Í leit (5 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 1 mánuði
Í leit að sjálfum mér fann ég þig. Þú varst ekkert ólík mér en þó varstu ekki ég. Ég gekk framhjá þér og hélt sjálfsleitinni áfram. Ég fann sjálfan mig einmanna og villtan. Ég hefði kannski átt að staldra við hjá þér.

Eins og gengur og gerist (2 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 1 mánuði
Eins og gengur og gerist var ég einn. Eins og gengur og gerist var ég skotinn. Eins og gengur og gerist vorum við tvö. Eins og gengur og gerist vorum við eitt. Eins og gengur og gerist var ég svikinn. Eins og gengur og gerist varð ég reiður. Eins og gengur og gerist var hún dáinn. Eins og gengur og gerist var ég á flótta.

Drama (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 1 mánuði
Svitinn rann hægt niður rauðar kinnarnar. Hjörtun slógu hratt en óreglulega. Spennan var rafmögnuð, hún lá í loftinu. Þeir horfðust óttaslegnir í augu, þar til annar þeirra rauf kæfandi þögnina um leið og hann lék lokaleikinn; ,,Skák og mát!" glumdi í salnum. Örvæntingarfullur leitaði hinn að útgönguleið fyrir kónginn. Og sjá; skyndilega rak hann augun í taflmann sem auðveldlega gat bjargað kónginum, hann slapp fyrir horn, andvarpaði, brosti. Skákin hélt áfram um óákveðinn tíma.

Artí-fartíljóð (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 1 mánuði
þetta ljóð er reyndar eftir mig og félaga minn Þorbjörn frá Klöpp en við gáfum út saman bókina Skrafl árið 2000 artí-fartíljóð Ó, þú foss ótta og leyndarmála, ó, gróður sjávar og lenda, kenndu mér niðinn. Sýndu mér farveg þinn til eilífðar. Syntu sjávarþang, sjávarþang til mín. Ég er sjór hugans, hjá mér ert þú ég. Ég er þang, ég er kona, ég er lífið. Vei þér hugur, vei þér nart sjávarfugla. Heift mín og angist speglast í sandinum. Heyr mig himnasmiðir, heyr mig móðir, brjóst þitt ól mig,...

Dátinn (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 1 mánuði
í rúminu liggur hún látin lætur ei á sér bæra í myrkrinu dapur er dátinn drunginn er´ann að æra blóði drifinn drengurinn dregur hníf úr maga illa farinn fengurinn fljótt nú þarf að saga fjötraður í forna hlekki fallni dátinn grætur vonar að vofurnar ekki vekji sig um nætu

Buckley (2 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 1 mánuði
syndandi í sælunnar glaumi sá ekki að dauðinn hló loksins hann lét undan straumi lognaðist útaf og dó.

Sómalía (9 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 1 mánuði
still starving still dying have u forgotten all about us? still poor still crying don´t u remember the suffer? still praying still trying never forget us we do exist. langaði að senda inn eitt svona há-dramatískt, það er ekki mín sterkasta hlið eins og þið kannski sjáið…

i miss (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 1 mánuði
we were alone in the world but together we had it all we had nothing but each other * we had beer without clothes without weed * we were together in the world but now alone. Ákvað að semja þetta ljóð eftir að hafa heimsótt vinkonu mína sem sagði mér frá sambandi sínu við strák í öðru landi og hvað hún saknaði að hafa ekki lengur þetta “mood”. *þessi kafli þarf ekkert að lesast með, hefur bara persónulegt gildi hjá mér :)

bið (3 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 1 mánuði
Á myrkum, köldum stað illa lyktandi, illa útlítandi liggja matvælin og bíða eftir að verða uppgötvuð. Fyrir utan, hreyfingarlaus illa lyktandi illa útlítandi liggur eigandinn og bíður bíður eftir engu.

Óður (3 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Óreglusamur, vaknar þunnur Órakaður, fer á fætur Ólaglegur, ekki sætur Ósofinn, fer á rúntinn. Óökufær, startar bílnum Óábyrgur, leggur af stað Ólöglegur, yfir á rauðu Ótillitssamur, nema hvað? Óheppinn, bremsan bilar Óttasleginn, orðinn rauður Óspenntur, keyrir á Óviðbúinn, vaknar dauður.

Ljósleit (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Í eilífri leit að ljósi sveima ég út um allt afhverju ég leita að þessu ljósi veit ég ekki alveg en ég held í vonina að það komi einhverntímann í ljós.

Gleðinnar dyr (3 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Í makindum mínum flýti ég mér hægt inn um gleðinnar dyr. Í flýti fer ég mér hægt út um gleðinnar dyr. Mitt á milli stend ég í stað í dyragættinni.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok