þetta ljóð er reyndar eftir mig og félaga minn Þorbjörn frá Klöpp en við gáfum út saman bókina Skrafl árið 2000 artí-fartíljóð Ó, þú foss ótta og leyndarmála, ó, gróður sjávar og lenda, kenndu mér niðinn. Sýndu mér farveg þinn til eilífðar. Syntu sjávarþang, sjávarþang til mín. Ég er sjór hugans, hjá mér ert þú ég. Ég er þang, ég er kona, ég er lífið. Vei þér hugur, vei þér nart sjávarfugla. Heift mín og angist speglast í sandinum. Heyr mig himnasmiðir, heyr mig móðir, brjóst þitt ól mig,...