Ég hef verið undanfarið að læra hjá Keili í keflavík og hef verið að pirra mig á hvað það er mikið mál að fara inn og út, alltaf verið að breyta og herða reglurnar, Ég skil allveg að það þurfi að vera strangar reglur á Aljþóðaflugvöllum en núna var ég að fara með vin minn í flug og þá var alltí einu búið að breyta reglunum og það þarf flugkennara til þess að vera ábyrgðamaður gesta, þótt að ég væri með Passa inná svæðið. Ég var að spá hvernig staðan á svona málum væri á Reykjavíkurvellinum?