Þetta er eins og það hafi gerst í gær, ég var níu ára gamall og var á leiðinni í fyrstu skátaútileguna mína. Þetta var ekki eins og það er í dag, það var engin rúta, ég fékk engan útbúnaðarlista og það var ekki rafmagn í skálanum. Þetta var svo sannarlega draumur í dós, ævintýraferð í rafmagnslausan skátaskála….ohhh gömlu góðu tímarnir. Ég var semsagt ungur dalbúi á leiði í mína fyrstu útilegu og auðvita í dalakot. Þið kannist örugglega flest við dalakot, ef þið keyrið austur frá reykjavík...