Nýr vírus í umferð? Eflaust einhverjir hafa verið að fá tölvupóstsendingar um nýjan PowerPoint vírus að nafni “Welcome to the Matrix”. Þið þurfið allavega ekki að örvænta þar sem þessi vírus er blekking (e. hoax).

Sumt fólk fær víst eitthvað út úr því að falsa ýmsar tilkynningar og fá sem flesta til að hafa keðjuverkandi áhrif, þ.e. forwarda tilkynningunni út um allt. Slíkt er kallað hoax. T.d. er tölvupósturinn, sem maður fær reglulega um að það sé verið að fara að rukka fyrir MSN, gott dæmi um hoax.

Eftir að ég fékk þennan tölvupóst frá vinkonu minni ákvað ég að athuga hvort þessi vírus væri ættaður að utan, en rakst í kjölfarið á forvitnilega danska grein þar sem lýst er vírusnum. Hægt er að lesa greinina hér.

Vírustilkynningin var fyrst send út árið 2003 og komst í ljós að um hoax væri að ræða. Tilkynning fór enn og aftur á kreik í fyrra og er hún núna loksins að berast til Íslands.

Fyrir neðan má svo sjá tölvupóstinn sem mér barst…
Hæ öll, VÍRUS, VÍRUS.
Viðvörun til allra sem þú þekkir. Ef þið fáið Powerpoint tölvupóst
sem heitir ‘Welcome to the matri ps..’ þá megið þið alls ekki opna
hann.
Þar kemur fram mynd í 10 sek. og síðan birtist texti ‘You’re
harddrive is over' og þá er það bara of seint, allt er horfið úr
tölvunni.
Þetta er nýtt vírus prógram sem var hannað af frönskum aðila sem
kallar sig Nwin

Vinsamlega sendið þetta áfram til allra.

Með kveðju,
Sigurður Ingi Ásgeirsson
Gagnvirkni
Gaui