MSN: Skrítinn kóði og vandræði með innskráningu n—a_Á—ay±m—aÁÇáç±Çáß±Çá§ÁaÇáDZOÇá—±Ç᧱Çár×ÁÇ á+NÇ áLáÇá

Þessi kóði gengur manna á milli í dag, þar sem aðilar eru að skora á fólk til að setja þetta inn í Personal Message í MSN. Einfalt, ekki gera það!

Hvað gerir þetta?

Þetta breytir skrá sem MSN þjónninn les í hvert skipti sem þú tengist. Hins vegar býr þessi kóði til ýmis tákn í skránni sem þjónninn nær ekki að lesa og meinar þér þ.a.l. aðgengi. Sem sagt í einföldu máli, þú getur ekki skráð þig inn.

Hvernig lagar maður þetta?

Sem betur fer er vandamálið þín megin þannig það er hægt að laga þetta.

Farðu hingað:

C:\Documents and Settings\NOTANDI\Local Settings\Application Data\Microsoft\Windows Live Contacts\MSN-ÞITT@HOTMAIL.COM\real\

Mundu að breyta NOTANDI í notandanafnið þitt á tölvunni og MSN-ÞITT@HOTMAIL.COM í MSN-netfangið þitt. Þegar þú ert kominn í þessa möppu eyðir þú .MeContact skránni sem er þar.

Eftir að þú ert búinn að eyða skránni endurræsir þú tölvunni og skráir þig svo inn á MSN aftur eins og áður fyrr.

Gangi þér vel.
Gaui