<p align=justify>Bill Gates er án efa einn af hötuðustu mönnum heims, allavega sá hataðasti í tölvubransanum. Ástæðan er líklega sú að hann er ríkari en flestir og að hann er snillingur í að búa til forrit sem krassa. Þar sem til eru fjöldamargar síður um hann þá fjalla ég bara um þær helstu hér.</P><P align=justify>Svona til að hafa þetta svolítið jafnt ætla ég að byrja á góðu síðunum. Fyrst er auðvitað heimasíða <a href=http://www.microsoft.com/billgates/>Billa Gates</A> fyrir áhugasama. </P><P align=justify>Hérna má finna <a href=http://clubs.yahoo.com/clubs/billgatesfanclub>Billgates fanclub</A>. Aðra Bill klúbba hjá Yahoo má finna <a href=http://dir.clubs.yahoo.com/Business___Finance/Companies/Computers/Software/Microsoft_Corporation/Gates__Bill/>hér</A> Ég reyndi að finna fleiri Fan-Klúbba en það bara gekk ekki, alveg órtúlegt.</P><P align=justify>Hér hefst upptalning á vondum síðum og ráðlegg ég þeim sem dýrka Bill Gates að lesa ekki lengra.</P><P align=justify>Fyrsta síðan fjallar um eigur Gates og hvað hann getur keypt mikið af öllu. Þarna er fjallað um allt frá fjölda pappírsarka að NASA eldflaugum. Sem dæmi má nefna að hann getur tekið 139,436,653,562.79 kódak myndir og að það tæki þig 4,648,413.52 ár að eignast jafn mikið og hann á (miðað við að þú fáir 500 kaup, vinnur venjulegan vinnutíma (40 klst á viku) og leggir öll launin fyrir).</P><P align=justify><A href=http://members.ozemail.com.au/~lbrash/msjokes/joke.html>Þessi síða<A> fjallar líka um Bill Gates og Microsoft. Þarna eru margir brandarar og myndir, sumar gamlar en þó margar sjaldséðar. Þarna kemur meðal annars fram ástæðan fyrir því að Kursk sökk, villa í stýrikerfi frá Microsoft.</P><P align=justify><A href=http://www.riverbbs.net/hangman/index.shtml>Hérna</A> má finna Bill Gates hengiman, fyrir áhugasama. <a href=http://www.mitchellware.com/mitchell/home/fred/politics/vote_for_bill.htm>Hér</A> má svo finna samanburð á Bill Clinton og Bill Gates og niðurastaða könnunar á síðunni er að Clinton er mun vinsælari og að 14 % gæfu hundinum sínum þá báða ef þeir gætu það.</P><P align=justify>Ég gæti haldið áfram þessari upptalningu endalaust en núna held ég að það sé komið nóg í bili.</P>E - 220
——
Ef þú veist um einhverja síðu sem ætti heima í þessum dálk, sendu mér þá <A href=“javascript: getUserInfoByName('EEE');”>skilaboð</A>.