Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum undanfarna mánuði að fjöldamargar, alvarlegar öryggisholur hafa fundist í Internet Explorer vafranum frá Microsoft. Ormahöfundum hefur m.a.s. tekið að koma út ormum sem sýkja IE notendur við það eitt að heimsækja vefsíður áður en Microsoft hafa gefið út patch. Við þetta bætist svo að ekki nærri því allir notendur keyra téðar öryggisuppfærslur inn í tæka tíð - og margir raunar ekki yfir höfuð. Niðurstaðan er að urmull af ormasýkingum, diallers, spyware og öðru rusli smyglar sér inn á vélar saklausra notenda, jafnvel án þess að eftir því sé tekið.
Til eru tveir mjög góðir, ókeypis (annar er reyndar auglýsingastuddur) valkostir fyrir þá sem hafa áhuga á að prófa sig áfram með aðra vafra.
Fyrst ber að nefna <a href="http://www.mozilla.org“>Mozilla Firefox</a>. Þessi vafri er þéttur en þó léttur, öruggur og þægilegur í notkun. Verulega sjaldgæft er að rekast á síður sem ekki virka sem skyldi í Firefox. Hann kemur með góðum, innbyggðum popup-blocker (svínvirkar) og býður upp á svokallað ”tabbed browsing“; þá opnar maður einungis eitt eintak af vafranum sjálfum en getur haft margar síður opnar innan þess í mismunandi flipum - ekki ósvipað og skjöl í Excel vinnusvæði. Þarna er sannarlega á ferð fyrsta flokks hugbúnaður sem til er fyrir Windows, Mac og allar Linux og Unix útgáfur. Firefox er algjörlega ókeypis.
<img src=”/img/file.gif“ border=0 align=”absmiddle“> <a href=”http://static.hugi.is/essentials/internet/www/mozilla/firefox/FirefoxSetup-0.9.1.exe">Firefox 0.91 fyrir Windows</a> [ 4.73MB ]
<img src=“/img/file.gif” border=0 align=“absmiddle”> <a href="http://static.hugi.is/essentials/internet/www/mozilla/firefox/firefox-0.9.1-mac.dmg.gz">Firefox 0.91 fyrir Mac</a> [ 8.52MB ]
<img src=“/img/file.gif” border=0 align=“absmiddle”> <a href="http://static.hugi.is/essentials/internet/www/mozilla/firefox/firefox-0.9.1-i686-linux-gtk2+xft-installer.tar.gz">Firefox 0.91 fyrir Linux</a> [ 8.08MB ]
Næst ber að nefna <a href="http://www.opera.com/“>Opera</a>. Vafrinn er hannaður af norsku fyrirtæki sem stofnað var (m.a.) af Íslendingi. Notendaviðmót Opera en eins og best verður á kosið. Erfitt er að snúa aftur (a.m.k. ekki í IE) þegar menn hafa vanist hlutum eins og mouse gestures og <a href=”http://static.hugi.is/smegma/f12.gif“>F12 valmyndinni</a>. Vafrinn er fljótur að birta síður, en á það til að klikka á síðum með undarlegan kóða. Hann kemur með Java pakka frá Sun Microsystems. Að sjálfsögðu er innbyggður popup-blocker í honum. Tabbed browsing kerfið er jafnvel betra en í Firefox, en þó mikið smekksatriði. Auðvelt er að breyta MIME/filetype handling handvirkt, og t.d. unnt að stilla hann á að hlaða öllum wmv skráum niður í tiltekna möppu, án þess að svo mikið sem koma með save valmynd. Opera er til fyrir nokkurn veginn öll stýrikerfi og tól sem fær eru um að komast á netið. Opera er ókeypis ef maður sættir sig við auglýsingagluggann efst, það kostar 39$ að losna við hann.
<img src=”/img/file.gif“ border=0 align=”absmiddle“> <a href=”http://static.hugi.is/essentials/internet/www/opera/ow32enen751j.exe">Opera 7.51 fyrir Windows (með Java)</a> [ 16.25MB ]
<img src=“/img/file.gif” border=0 align=“absmiddle”> <a href="http://static.hugi.is/essentials/internet/www/opera/ow32enen751.exe">Opera 7.51 fyrir Windows (án Java) </a> [ 3.49MB ]
<img src=“/img/file.gif” border=0 align=“absmiddle”> <a href="http://static.hugi.is/essentials/internet/www/opera/om_en_7.51.dmg">Opera 7.51 fyrir Mac</a> [ 4.16MB ]
<img src=“/img/file.gif” border=0 align=“absmiddle”> <a href="http://static.hugi.is/essentials/internet/www/opera/opera-7.51-20040602.1-static-qt.i386-en.tar.gz">Opera 7.51 fyrir Linux</a> [ 5MB ]
<img src=“/img/file.gif” border=0 align=“absmiddle”> <a href="http://static.hugi.is/essentials/internet/www/opera/opera-7.51-20040602.1-static-qt.i386-en.rpm">Opera 7.51 fyrir Linux (rpm pakki)</a> [ 4.99MB ]
Útgáfur fyrir önnur kerfi má finna á <a href=“ftp://ftp.sunet.se/pub/www/clients/Opera/”>ftp.sunet.se/pub/www/clients/Opera</a> (erlent niðurhal).
Ég hvet lesendur til að prófa endilega aðra vafra en Internet Explorer. Þessir tveir sem hér eru kynntir eru báðir stórkostlegir á sinn hátt - það er mest spurning um smekk hvor fellur fólki betur í geð. En eitt er víst! Líkurnar á því að einhverjar ballarsíður nái að planta óæskilegum hugbúnaði, ormi, vírus eða sambærilegu inn á vél þess sem notar þessa vefrápara eru MUN, MUN lægri en hjá þeim sem notar Internet Explorer.