Sæll.
Þú getur notað áfram módemið þitt ef það ræður við svona mikinn hraða. Ég veit að félagi minn sem var með 4Mbits ADSL náði bara ca. 1-2Mbits með innbyggðu Itex ADSL módemi (með Itex kubbasetti, t.d. Greatspeed, Alcatel og fleiri). Ég aftur á móti var með 6Mbits heima hjá mér með Alcatel Speedtouch Home og það virkaði frábærlega vel.
Línan þarf líka að ráða við og ná góðu synci. T.d. ef þú ætlar að fá 8Mbits ADSL þá þarftu helst að búa bara í næsta húsi við símstöð. Ég bý reyndar 1-2 kílómetra frá símstöð og náði mest 7.2Mbits í sync og vinnufélagar mínir höfðu aldrei séð svo gott sync. Ég veit ekki um neinn sem hefur náð 8Mbits sync en ég þekki ekkert rosalega marga sem hafa reynt það. :)
Það sem ég er að reyna að segja með þessu er það að ef þú átt heima langt frá símstöð og/eða símalínan þín er léleg þá getur vel verið að þú getir ekki fengið 6Mbits ADSL.
Vona að þetta gangi upp hjá þér.<br><br>Kveðja,
Kristinn.