Þetta finnst mér stórmerkilegur og í rauninni hlægilegur póstur.
Í fyrsta lagi ertu ekki að kaupa 1 GB með, heldur er það gimmick sem fylgir með tengingunni. Ef þú ert svona svakalega svekktur yfir því getur þú t.d. farið til Íslandssíma, þar sem aðeins 100 MB fylgja (mig minnir reyndar að það sé hægt að fá tengingar hjá Landssímanum þar sem aðeins 500 MB fylgja).
Punkt númer tvö þekki ég ekki of vel, en væntanlega fer þetta eftir því hversu viðamikil breyting er í gangi.
Þriðji punkturinn þinn er rugl. Þetta er allt mjög vel útskýrt á vefsíðum þeirra, auk þess sem þeir skýra þetta fyrir þér í smáatriðum ef þú vilt. Hvað ertu annars að kvarta yfir niðurhalsreikningum ef þú fórst aldrei yfir kvótann?
Punktur númer fjögur er óskiljanlegur. Vaknaðiru upp einn daginn og þá áttir þú allt í einu módem á raðgreiðslum? Svona gerist ekki sjálft, þú hefur væntanlega ákveðið að kaupa módem á raðgreiðslum, og undirritað samning um það.
Punktur númer fimm er augljós. Ef þú hefur látið skína eins í gáfurnar við þá og þú gerir hér finnst mér ekki skrítið að þeir hafi alltaf haft rétt fyrir sér.
Punktur númer sex er sá heimskulegasti sem ég hef lesið lengi, og í rauninni sá punktur sem fékk mig til að svara þessu bréfi. RIX er apparat sem er ekki rekið í hagnaðarskyni, heldur er það innanlandstengipunktur fyrir Internetþjónustur, svo að traffík á milli þeirra þurfi ekki að fara yfir upstream sambönd sem eru oft til útlanda. RIX tengist Landssímanum ekki á nokkurn hátt, nema að því leytinu, að Landssíminn tengist við RIX, eins og allar stærri Internetveitur.
Eini tilgangurinn með RIX er að greiða fyrir Internetsamskiptum milli Internetþjónustna, og þar með auka hag kúnnanna. Þetta getur þú séð mjög greinilega með því að lesa
http://www.rix.is/Að lokum vil ég benda á að það sé alls ekki inni í myndinni að hætta að rukka fyrir útlandaniðurhal, þar sem upstream providerar rukka vel fyrir það, auk þess sem línur út eru mjög dýrar.
Hins vegar getur vel verið að það verði byrjað að rukka fyrir innanlandsumferð, enda hefur það sýnt sig, að innanlandssambönd eru líka dýr, og útlandaumferðin er ekki nógu mikil til að niðurgreiða fría innanlandsumferð.