Það hljóta eitthverjir hérna að geta hjálpað mér. Ég er rosalega að pæla í því að fá mér ADSL. Það er þannig að ég veit að fyrir þetta venjulega mótald er ég að borga 1090kr á mánuði og síðan það sem kostar að tala í síma á klukkutíma fyrir hvern klukkutíma.
ég byrjaði að líta á Simnet.is og þar stendur að það kosti 1300kr
á mánuði fyrir að hafa 100mb á mánuði sem dugar mér. En ég veit ekki hvort ég þarf að borga eitthvað á hverjum klukkutíma.
Það væri mjög gott ef eitthver myndi útskýra þetta stuttlega fyrir mér.


Slim.