Hæ tölvunördar! Ég er hérna í smá vandræðum. Þannig er það að alveg síðan í gær (15.júní) er búið að vera eitthvað dularfullt sambandsleysi í pósthólfinu mínu (persónulega, ekki Huga). Ég reyni að senda/taka á móti póstum, og þá kemur alltaf tilkynning: “Failed to connect to the outgoing server - XXX.XXX.is. Please try later”. Ég ýti á “details” og þá kemur: “Too busy; please try later”.
Hvað í ósköpunum er þetta? Er þetta sambandsleysi, álag á línunni eða einhver bilun í servernum? Það skrítna er að þetta hefur engin áhrif á nettenginguna sjálfa; ég kemst á netið eins og ekkert sé (annars væri ég ekki hér!)
Hafið þið lent í þessu? Vonandi veit einhver hvað er í gangi.
Pósthólfið mitt er ekki fullt eða neitt svoleiðis, þannig að það er ekki vandamálið. Og ég neita að trúa því að það sé tölvan mín sem sé biluð…!
Kv. Delenn