Ég er orðinn svo þreittur á sjálfræsandi linkum sem ræsa sig í gegnum Internet explorer javnvel þótt að maður sé ekki með kveikt á Browsernum. Fyrst hélt ég að þetta gerðist bara í tölvunni minni en svo sá ég sömu linka koma í öðrum tölvum hjá vinum mínum.
Ég kveikti á tölvunni minni áðan og gleymdi henni í gangi ég er með router svo ég þurfti ekki að connecta mig og viti menn það voru komnir 5 linkar og sumir voru meira að segja nokkuð klámfengnir.
Ég er búinn að fá mig fullsaddann af þessari frekju hjá microsoft að birta linka þótt að maður sé ekki á neinni síðu eða með kveikt á Internet explorer!!!