Þetta módem noter PPPoE staðalinn. ADSL kerfið á Íslandi notar PPPoA staðalinn svo þú þarft að setja þetta aðeins öðruvísi upp heldur en Alcatel 1000 módemin. Ef módemið er rétt stillt þá er nóg fyrir þig að setja “dummy” IP tölu á tölvuna þína, 192.168.1.2 væri ágætt þar sem þessi módem nota 192.168.1.1 by default og subnet mask 255.255.255.0 (ekki nema því hafi verið breytt eitthvað).
Windows:
Næst býrð þú til VPN tengingu og setur eftirfarandi inn þar sem hún biður um “IP or hostname”: 192.168.1.1 s
Það VERÐUR að vera lítið s á eftir því annars mun þetta ekki virka hjá þér.
*NIX (Linux, *BSD o.s.frv.):
Byrjar á að ná í forrit sem heitir Rouring Penguin. Það er mjög gott PPPoE “dial-up forrit” eins og við gætum kallað það og sér það um að halda tengingunni þinni tengdri. Eftir að þú ert búinn að setja það upp þá skrifar þú einfaldlega “adsl-setup” og þar mun forritið koma með nokkrar spurningar til að stilla það rétt fyrir þína tengingu. Mundu að þú þarft að hafa í user name notendanafn@internetþjónusta.is sem dæmi. Þú svarar þessum spurningum bara samviskulega. Næst er einfaldlega að skrifa “adsl-start” og þá tengir hún þig inn á netið, passaðu bara að módemið nái sync og að sían sé rétt tengd, hún á að vera á línunni sem tengist í símann en EKKI á línunni sem tengist úr veggnum í adsl módemið.
Í sumum tilfellum virkar ekki “adsl-setup” og þá þarftu að stilla config fælinn manual. Hann ætti að vera staðsettur hér: /etc/ppp/pppoe.conf by default.
Ef módemið er ekki rétt stillt þá þarftu að telneta þig inn á það (IP tala sem er default á því er eins og áður segir 192.168.1.1). Default passinn á þessu módemi er “1234”. Ég er reyndar ekki með svona módem fyrir framan mig en ég vona að þú sért svolítið sjálfbjarga líka. :)
Ef þú velur fyrsta valmöguleikan efst uppi vinstra megin, passaðu að þar sé merkt “YES” við Bridge valmöguleikan. Ef þú velur næsta valmöguleika fyrir neðan ef ég man rétt þá skaltu passa það að þar sé valið þar efst uppi (minnir að það standi “Encapulation” við það) PPP og að VPI sé 8 og VCI 48 (ef þetta er Analog lína, annars ef þetta er ADSL yfir ISDN þá er VPI 8 og VCI 67). Passaðu einnig að “Framing” sé VC-MUX.
Ég vona að ég sé ekki að gleyma neinu. :)
Gangi þér vel.
Kveðja,
Kristinn (Striki).