Verð að segja að öfgafullt orðbragð sumra hérna kemur mér virkilega á óvart. Síðan er ekki drasl eins og nokkrir hér á undan hafa fullyrt.
Að sjálfsögðu má bæta ýmsa hluti, svo sem að færa allar útlitsstillingar yfir í CSS stílsnið, helst taka út algjörlega töflurnar og mögulega finna 2-4 tónaða grunn liti sem þú getur ímyndað þér að nota á síðunni.
Síðan lítur hins vegar mun betur út en margt annað. Hún er stílhrein, hraðvirk og auðveld í notkun.
Öfga útlitsdýrkun er mikið vandamál í netkóðun í dag, og vill hún oft valda því að hraði og notkun þarf að láta í minni pokan.
Sem einstaklingur sem hef tekið 5 ára háskólanám í tölvunarfræði, stundað vefforritun, viðmótsþróun og hugbúnaðargerð í nokkurn tíma þá veit ég hvað ég er að tala um.
Hér eru síðan góðar síður sem þú gætir hafa rekist á (eða ekki) sem gætu gagnast þér. Veit að ég kíki einstöku sinnum inná nokkrar þeirra:
http://css-tricks.com/http://www.infinite-scroll.com/http://jqueryui.com/http://html5boilerplate.com/Og svo að sjálfsögðu skjölunin fyrir jQuery, Javascript, HTML5, JSON og AJAX (auðvelt að googla það).
Gangi þér vel með síðuna. Mun hafa auga á henni og sjá hvernig hún þróast.