Vandamál með þráðlaust net
Sælir hugarar, ég hef alltaf verið með þráðlaust net því ég get ekki beintengt. Það hefur alltaf verið alveg ágætt og ég er með einhverja góða leið hjá Símanum, næst bestur eða eitthvað álíka og hef alltaf geta niðurhalað á allt upp í 1 mb/s og upphalað á 80 kb/s og ekkert vandamál að spila leiki. Ég byrjaði að spila League of legends fyrir nokkrum vikum og það gekk vel. Svo byrjaði allt að hökta og ég var alltaf disconnected og það gerðist alveg 14 sinnum í hverjum leik. Ég man ekki hvort það byrjaði áður en netsambandið við útlönd datt út fyrir hvað, 2 vikum sirka, en það er allavega mjög slæmt núna. Það lagast samt þegar ég beintengi, en það er ekki í boði að hafa lansnúru liggjandi þvert yfir allt húsið svo það er ekki í boði. Ég nota skype þegar ég spila (oftast). Gæti verið að ég þurfi að formata tölvuna, nýtt netkort eða hvað?