Ég á í stökustu vandræðum með að forwarda port á zyxel P-870HN-51b routernum. Ég var að fá hann frá símanum þegar ég uppfærði tenginguna mína í ljósnet. Ég hef aldrei lent í vandræðum með port forwarding áður.
Ég setti inn static local ip, passaði að vera ekki með ip töluna innan dhcp range pool og fyllti svo allt út eins og venjulega en ekkert gengur. Það sem verra er, ég finn ekkert um þennan router á netinu. Engar leiðbeiningar eða forum postar sem eru að kvarta yfir því sama og ég eða nokkru öðru þar sem að það er aldrei talað um þennan router. Ég disableaði firewall að sjálfsögðu, fór yfir allar stillingar í vírusvörnum, torrentum, windows firewall og þess háttar sem ég veit að geta haft áhrif á þetta en það var gert í örvæntingu þar sem að ég var með annan router í fyrradag þar sem ég gat galopnað allt eins og ég vildi.
Ég fæ ekkert til baka frá rotuernum, skil ekki hvað er í gangi. Og já, ég komst líka að því að símanum er bannað að hjálpa manni þrátt fyrir að þeir láni routerinn út og allt það:/.
Bætt við 1. júní 2011 - 16:02
*Edit: þurfti að skipta um wan interface. Nat setup var með atm0 sem default en ég var á ptm0.1.