Sælir….

Ég keypti mér Black Ops og hann er geðveikur.. Vandamálin eru samt nokkur þegar kemur að netspilun.

Ég er með Leið 2 hjá símanum sem er held ég 8-12 mb tenging.. Leikurinn er flottur online og ekkert mál en þegar bróðir minn stingur borðtölvunni sinni i samband við routerinn fer allt i fokk.. Netsambandið í PS3 lækkar úr 3 grænum stikun niðri rautt (1 stika) og leikurinn laggar fokk mikið og stundum dett ég bara útur honum..

Þegar ég fer í internet settings í PS3 stendur : NAT 3.. og það þýðir víst að hann er lokaður routerinn og hleypir ekki neinu í gegn. Held að NAT 3 sé líka strict.. Hleypur engu inn og getur ekki hostað. Kunniði að breyta þessu ?

Ég hringdi í Símann og þeir sögðu að þetta hefðu ekkert að gera með bróðir minn að nota netið líka..Þeir sögðu mér að ég þyrfti einfaldlega að opna port.. en svo sögðu þeir mér að þeir mættu ekki segja mér hvernig á að opna port því að það útgefandi væri buinn að banna það? Hann benti mér reyndar á portforward.com en síðustu 2-3 daga er ég buinn að googla ALLT sem ég get og reyna allt.. Búinn að reyna að opna fullt af portum sem fólk á netinu er að segja þyrfti fyrir leikinn en samt bætist þetta ekkert. Getur verið að borðtalvan sé að taka svona fokking mikið net ?

Og annað.. Útaf þvi að routerinn er stilltur NAT3 og STRICT get ég ekki invite-að neinum vinum minum eða joinað þá.. Það er ömurlegt..

Getur einhver hjálpað? Kann einhver á svona router-a ? Þetta er Thomson 585 router..

-Fanna