Ef þú ert hjá Thomson Tal, þá geta þeir gert þetta fyrir þig á no time. Ef þú ert með Thomson router frá Símanum, þá þarf bara að fara inn á routerinn.
http://192.168.1.254/ ætti að urlið fyrir routerinn þinn. Default username/password er ‘admin’.
Þegar þú ert kominn inn á routerinn, veldu Toolbox -> Game & Application Sharing -> Create a new game or application
Name = Nafnið á þessu, má vera hvað sem er, t.d. Port_Forward.
Haka við ‘Manual Entry of Port Maps’ og veldu Next.
Næst geturu sett inn það port sem þú vilt opna inn í ‘Port Range’. Skildu ‘Protocol’ eftir sem ‘Any’.
Ýttu á ‘Add’.
Nú ertu kominn með Port stillingu. Þá er bara að opna þessa stillingu fyrir tölvuna þína.
Veldu ‘Assign a game or application to a local network device’ fyrir neðan.
Undir ‘Game or Application’ listanum, veldu Port Forward stillinguna (sem þú nefndir áðan). Undir ‘Device’ veldu tölvuna þína eða veldu ‘User defined’ ef þú vilt frekar setja bein inn IP töluna fyrir tölvuna þína.
That's it!