Intis.is hlýtur náttla að hafa verið fyrsta íslenska lénið. Þeir sáu um úthlutun léna og tenginga í upphafi (nú isnic). Ég held að stofnunin hafi verið afrakstur verkefnis í HÍ sem snerist um að tengjast þessu svokallaða ARPAneti sem allir voru að tala um í útlandinu. Íslandssími á INTIS í dag en isnic sér um úthlutun léna.
.is lénin voru 7879 síðast þegar ég taldi (fyrir svona mánuði) og voru samtals 95.922 stafir (.is endingin meðtalin).
Þar sem eignarréttur á léni er ekki viðurkenndur á Íslandi er lögum samkvæmt ekki hægt að endurselja lén. Þess vegna má segja að ekkert íslenskt lén sé dýrara en annað.
Það er til fullt af uppboðsvefjum á .com lénum og fleirum. Ég veit ekki hvað verðmetið er en það er vafalaust mjööög há tala.
Ég fann ekkert á isnet.is sem sagði til um hvenær þetta byrjaði allt en ég gæti trúað að það hafi verið kringum 1990.
Hvað varðar sögu sjálfs internetsins eru hér tenglar í margt sem henni tengist, meðal annars frásagnir þeirra háskólamanna sem sáu um fyrstu tilraunir ARPAnets. Samkvæmt þessu var ritgerð Leonards Kleinrock, prófessors við MIT um upplýsingaflæði í stórum samskiptanetum fyrsta ritið um pakkasendinga kenninguna sem internetið byggir á. Hún var skrifuð 1961. ARPAnet var stofnað 1969 og árið 1989 voru vélar tengdar því orðnar 100.000. Talið er að í dag séu um 160 milljón vélar tengdar.
<br><br><i><a href="
http://www.batman.is/“ target=”_blank">Batman.is</a> færir þér meiri hamingju</i