ég er sjálf í Margmiðlunarskólanum, nýja náminu sem er 900 kennslustundir. Jú ég get alveg viðurkennt að ég myndi ALDREI borga fyrir það að læra á Frontpage sem er mjög idiot-proof forrit og það sem er farið í á svona námskeiði er örugglega ekki mikið meira en meðal manneskja getur sjálf lært með því að kaupa sér kennslubók í bókasölu stúdenta eða eitthvað þannig…
… EN það eru líka svo rosalega margir sem hafa áhuga á tölvum sem eru kannski ekki neitt mjög “tölvu-vænir” þe. fólk sem veit ekkert um tölvuumhverfi og kann ekki að fikra sig áfram í Windows. Þetta fólk hefur kannski áhuga á því að læra eitthvað um internetið og það hvernig heimasíður eru uppbyggðar.
Fyrir þetta fólk myndi ég segja að svona námskeið væri alveg ágætis byrjun. Það er ekki lengra en svona 7 ár síðan maður sat fyrir framan internetið og bara gapti, vissi ekki neitt hvað maður átti að gera og hvernig þetta virkaði.
Það er því örugglega enn til nóg af fólki sem bara veit ekki neitt og skilur ekki nóg til að geta kennt sér sjálft á forrit.
Takk fyrir mig