Opera, hann er fljótur og hægt að customize-a hann út í hið óendanlega. Mouse gestures er líka snilld, t.d. ef þú ýtir á vinstri músartakkann meðan þú heldur niðri hægri ferðu back, og forward ef þú gerir þetta öfugt, það er svaka þægilegt og maður er mun fljótari að browsa að þurfa ekki að færa músina upp í back takkann alltaf hreint. Visual tabs er annar skemmtilegur fítus, þá kemur thumbnail af hverju tab í tabbarinn, í rauninni engin nauðsyn en skemmtilegt engu að síður.
Það er auðvelt að komast í Downloads, Mail, Bookmarks og allt það, það er stika á hinni hliðinni með öllu því sem hægt er að opna eða fela með einu klikki, í stað þess að fara alltaf efst í menu-barinn og gera e-ð bookmarks > show all bookmarks.
Speed-dial er annar frábær fítus, þá eru myndalinkar á þær síður sem þú velur alltaf þegar þú opnar nýjan tab, maður þarf ekki að hafa bookmarks stiku efst sem tekur pláss. Chrome er með svipað nema þar eru mest heimsóttu síðurnar, það er þægilegra að velja sjálfur. Einnig er hægt að gefa síðum í bookmarks nickname, sem hægt er að slá inn í address bar í staðinn fyrir alla slóðina eða að þurfa að velja úr listanum sem kemur. Svo getur maður leitað á hvaða leitarvél sem er beint í address bar, maður fer bara á síðu með leit, hægriklikkar í leitargluggann, gerir create search og velur stikkorð, t.d. í minni Opera gerir maður “ja *leitarorð*” til að leita á ja.is.
Að ógleymdu þessu basic, pop-up blocker, ad-blocker (sem btw. er innbyggður), að opna closed tabs (reyndar er það núna komið í alla aðra vafra, en hefur verið mjög lengi í Opera), það að síðurnar reloadist ekki þó maður gerir back, möguleikinn á að byrja með töbin sem maður var með þegar maður lokaði vafranum síðast o.sv.frv.
Hmm, þetta er aðeins lengra en ég ætlaði mér, sorry.
Bætt við 3. nóvember 2009 - 17:31
Og tvennt í viðbót:
Opera er ekki á íslensku og þrengir sér ekki að sem default browser án þess að spyrja. Ónefndur vafrari sem ég prófaði um daginn var með þessa frekju, ég var ekki lengi að uninstalla honum, óþolandi að hafa ekkert val, sérstaklega þar sem stillinga menu-ið í honum var svo óaðgengilegt og flókið.