Ég er með internet hjá Símanum, og er allveg kominn með upp í kok á þessari þjónustu. Ég er með “ótakmarkað” net og þakið á því eru 40gb á mánuði. Sama hvað ég geri, alltaf takmarka þeir netið vegna þess hversu “óþarflega” nálægt ég er kominn þessu þaki. Þrátt fyrir að ég fari varla yfir 30 gígabætin á mánuði. (Ég hef notabene ekki downloadað neinum þáttum eða kvikmyndum o.s.fr. síðan þeir lækkuðu þakið hjá sér svona allsvaðalega í kjölfar kreppunnar)
En the point is.. ef maður skiptir um internet, og fer yfir í til dæmis Tal, sem eru nú með 80gb þak á nærri 2000 kalli ódýrara, get ég þá notast við e-mailið mitt sem er skráð á Simnet? Ég er gjörsamlega með allt saman, alla accounta, og ég veit ekki hvað skráð á þetta simnet e-mail.
Ef ekki, get ég a eitthvern hátt látið færa simnet e-mail yfir á eitthvern annan hýsara?
Er ekki allveg að fara að nenna að breyta e-mailinu minu a hverri einustu síðu, og á hverjum einasta account og ég veit ekki hvað og hvað, bara til að geta farið frá þessu Símapakki.
Takk. :)
fnr XRyy