Ég er ekki alveg viss þar sem ég hef ekki úr miklu að moða til að draga ályktanir, en mig grunar helst að “boot sectorinn” þinn sé skemmdur.
Hann lagast ef þú setur inn stýrikerfi. Ég mæli því með því að þú setjir Windows inn aftur. Þá ætti nýr boot sector að skrifast yfir þann skemmda.
Boot sectorinn er semsagt lítill hluti af byrjuninni á disknum sem geymir lítið “forrit” sem hleður inn stýrikerfinu. Án þess hleðst ekkert stýrikerfi af þeim disk. Win98 startup disketta er í raun bara venjuleg disketta nema með boot sector og litlu stýrikerfi (nauðsynlegustu hlutum MS-DOS).
Þú ættir að geta keyrt upp stýrikerfi að annaðhvort Windows geisladisknum eða startup diskettu og þannig komist inní settuppið fyrir Windows.
Ef þú setur Windows yfir gamla uppsettningu helduru gömlu stillingunum, forritunum og skjölunum.
Ef þú hinsvegar kemst að “Windows boot up screen” sem er semsagt þegar logoið fyrir Windows kemur upp (blá ský í 98, win2k logoið í win2k… þú veist…) þá er þetta ekki vandamálið, en lausnin gæti reynst hin sama.
Láttu vita hvað gerist.