Það veltur mikið á hvað þú notar tenginguna í. Ef þú ert bara með eina tölvu, og “almenna” notkun, hefurðu lítið við router að gera (enda er hann dýrari). Alcatel 1000 ADSL módemin, sem síminn seldi lengi vel, hafa reynst skrambi vel.
Router getur hins vegar nýst ansi vel við að tengja heimilisLANið við umheiminn; þannig þarftu ekki að vera með eina tölvu í gangi 24/7 til að veita hinum aðgang, heldur liggur routerinn úti í horni og sér alveg um þá hlið. :P
Þriðji kosturinn er svo að klambra saman ódýrri linux vél (má vera 486 þess vegna), og setja upp sem router. Slík lausn getur verið mjög áhrifarík, og lærdómsrík að auki.