Núna er pínu-böggur í gangi. Þannig er mál með vexti að ég kemst ekki á IRC, hlutur sem mér finnst mjög undarlegur.´
Vandamálið kom fyrst upp fyrir 6 mán ca. en þá var Búrfell (tölvan mín sko :) ) að keyra á Win98. Þá allt í einu hætti ég að komast á IRC, eftir að ég setti upp Firewall í einhverju geðveikiskastinu. Síðar henti ég þessum Firewall en allt kom fyrir ekki, ég kemst ekki inn.
Síðan formataði ég vélina og setti hana upp á WinXP, sem BTW er að rokka, og enn kemst ég ekki á IRC. Ég er búinn að skipta um módem í millitíðinni, úr ISDN og yfir í ADSL.
Aðrir notendur hjá sömu internetveitu komast óhindrað inn, allir nema ég…
Mér finnst þetta undarlegt vegna þess að ég formataði og þá hljóta allir settings að hafa farið út, þannig að ég hallast að því að IRC-ið hati mig… :)
Vandamálið lýsir sér þannig að ég opna forritið, skrifa /server irc.isnet.is [6662-6669] skiptir ekki máli hvaða port ég nota. Síðan connectar forritið bara ekki, heldur pingar sig út eftir 3-4 mín. Það sama gerist ef ég nota einhvern annan server, en einungis ef serveranrnir eru á IRCnet, Dalnet og Funnet virka fínt…
Endilega látið heyra í ykkur ef ykkur dettur eitthvað í hug.