Frá því í enda apríl þá hef ég ekki getað tengst neinum torrentum frá lokuðum torrent síðum(t.d. eins og the viking bay var, eða tengdur.net). Ég downloada torrentum eins og venjulega en það fer aldrei í gang, er alltaf bara í 00.0%. Ég er búinn að reyna að fá hjálp á þessum síðum en það hefur ekkert komið út úr því. Ég er svona að velta því fyrir mér hvort að fleiri hafi lent í þessu. Það sem mér finnst þó skrýtnast við þetta er það hvað þetta gerðist bara allt í einu. Allt í einu hættu torrent frá lokuðum torrent síðum að virka. Og nei ég gerði engar breytingar við tölvuna mína á þessum tíma.

Endilega látið mig vita ef þið hafið upplifað sambærilegt eða vitið um lausn á þessu.
“I'll be happy to stop contradicting you, just as soon as you start being right.”